ADHD Handbók

17 við alþjóðlega staðlaða spurningalista. Greiningu annast sérfræðingar í barna- og unglingageðlækningum, barnataugalæknar, barnalæknar með sérhæfingu í þroskaröskunum barna og sálfræðingar, t.d. hjá sérfræðiþjónustu skóla. Gildi greiningar fyrir kennslu og stuðning Spyrja má í hverju gildi greiningar felst fyrir kennara og aðra sem skipuleggja skólagöngu nemenda með ADHD eða annan stuðning við þá. Því er til að svara að vönduð greining getur sagt til um ástæður að baki erfiðleikum barnsins og tryggt að gripið sé tímanlega inn í með viðeigandi íhlutun. Mikilvægt er að fá úr því skorið hvort barn sé í raun með líffræðilega röskun á hugrænni heilastarfsemi, sem veikir námslega og félagslega stöðu þess, til að hægt sé að bregðast við og freista þess að fyrirbyggja að vandinn vaxi, verði enn alvarlegri og leiði jafnvel til kvíða og þunglyndis sem eru þekktar fylgiraskanir ADHD. Niðurstaða greiningar gefur til kynna þarfir barnsins og hvaða meðferð og íhlutun er líklegust til að gagnast. Sérhvert barn með ADHD hefur sína sérstöku samsetningu einkenna, ásamt mismunandi veikleikum og styrkleikum, sem nauðsynlegt er að kortleggja og fá yfirsýn yfir. Greiningu er ætlað að svara hvaða frávik eru til staðar og hvort grípa þurfi til sérstakra úrræða, til dæmis í skóla eða á heimili til skemmri eða lengri tíma, svo sem ýmissa stuðningsúrræða, sérkennslu, einstaklingsbundinnar námskrár eða félagslegra úrræða. Brýnt er að skólinn mæti strax sértækum þörfum barns, sem er að hefja skólagöngu og grunur leikur á að hafi ADHD eða skyldar raskan- ir, þótt greining liggi ekki fyrir. Oft þarf að bíða eftir greiningu eða at- hugun sérfræðinga og miklu skiptir að nýta tímann vel í þágu barnsins. Í flestum skólum eða á skólaskrifstofum starfar fagfólk sem leita má til. Ofgreining – vangreining Sífellt fleiri börn greinast með ADHD og því er skiljanlegt að marg- ir álíti að um ofgreiningu sé að ræða en samkvæmt rannsóknum er það ekki svo. 34 Hérlendis eru í hverjum árgangi um 4000–5000 börn Gildi greiningar: • Getur sagt til um ástæður. • Tryggir viðeigandi íhlutun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=