ADHD Handbók

15 Hegðunarröskun – um 10–25% barna Oft koma einkenni hegðunarröskunar fram í því að reyna að brjóta reglur án þess að vera gripin(n). Börn með hegðunarröskun geta átt til að sýna árásargirni gagnvart fólki eða dýrum, eyðileggja hluti, ljúga eða stela frá öðrum, strjúka, skrópa í skóla og virða ekki reglur um útivistartíma. Börn með bæði ADHD og hegðunarröskun eru líkleg til að eiga í lestrarerfið- leikum og einnig félags- og tilfinningalegum erfiðleikum. Auk þess eru þau í áhættu gagnvart vímuefnamisnotkun. 29 Áráttu-þráhyggjuröskun – um 10–30% Áráttu-þráhyggjuröskun lýsir sér í endurteknum truflandi hugsunum (þráhyggja) og/eða endurteknum þrálátum athöfnum sem trufla daglega virkni (árátta), til dæmis hreinlætisárátta eða söfnunarárátta. Sumir með áráttu-þráhyggju virðast festast í þrálátum hugsunum um eitthvað sem þeir hafa lesið, skrifað, rætt um eða hugsað og þeim er nánast ókleift að halda áfram og færa athyglina aftur að því sem þeir voru að gera og ljúka því. Einkenni áráttu-þráhyggjuröskunar geta enn fremur haft þau áhrif að hugsanaflæðið verður endurtekið fyrir truflun af þörf fyrir að framkvæma ákveðna athöfn með ákveðnum hætti. 30 Sértæk þroskaröskun á hreyfisamhæfingu – um 50% Röskun á samhæfingu hreyfinga eða klaufska er algeng fylgiröskun ADHD. Hún getur verið mjög hamlandi í sumum tilvikum og sum börn geta þurft iðjuþjálfun eða sjúkraþjálfun. Öðrum börnum með vægari frávik í hreyfiþroska getur nægt að umhverfið sýni þeim skilning og umburðarlyndi og veiti þeim stuðning. 31 Tourette heilkenni – um 7% Áætlað er að um 7% einstaklinga með ADHD séu með Tourette en um 60% einstaklinga með Tourette séu með ADHD. Tourette ein- kennist aðallega af hreyfikippum og hljóðkækjum sem eru endurteknir, skammvinnir, ótaktvísir og snöggir. Kækirnir geta aukist við þreytu og taugaspennu. 32 Foreldrar, kennarar og aðrir þurfa að vera vakandi fyrir einkennum fylgiraskana þegar barn með ADHD kemst á unglingsár, sérstaklega ef almenn úrræði og meðferð skila ekki lengur tilætluðum árangri. Á þessum árum eykst hætta á að einstaklingur með ADHD þrói með sér hegðunarerfiðleika, svo sem mótþróaþrjóskuröskun eða hegðunar- röskun. Hátt hlutfall unglingsstúlkna með ADHD glímir einnig við kvíða eða þunglyndi. Þær láta gjarnan lítið á sér bera, eins og áður hefur verið vikið að, og því er hætt við að kennarar taki ekki sérstaklega eftir þeim. 33

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=