ADHD Handbók
14 Sértækir námserfiðleikar – um 50–60% Námserfiðleikar eru algengir hjá um helmingi barna með ADHD. Þegar grunur er um slíkt er mikilvægt að brugðist sé við og leitað samstarfs við sérkennara. Sértækir námserfiðleikar til viðbótar við ADHD hafa óhjákvæmilega áhrif á frammistöðu í skóla og hugsanlega einnig á félagstengsl og fjölskyldulíf. 24 Mótþróaþrjóskuröskun – um 40–65% Mótþróaþrjóskuröskun felur í sér hegðunarmynstur svo sem þrætugirni, að missa stjórn á skapi sínu, að neita að fylgja reglum, að kenna öðrum um, að reyna viljandi að ónáða aðra og að vera reið(ur), móðgunargjarn/-gjörn, illkvittin(n) og hefnigjarn/-gjörn. 25 Mótþróaþrjóskuröskun veldur börnum með ADHD gjarnan erfiðleikum í samskiptum við önnur börn. Svefntruflanir – um 40–50% Svefntruflanir lýsa sér í erfiðleikum með að sofna og vakna og að halda sér vakandi við daglegar athafnir. Margir með ADHD eiga í viðvarandi vanda með að halda reglu á svefni og vöku. Þeim er hætt við að vaka of lengi á kvöldin vegna þess að það slokknar ekki á virkninni í höfðinu á þeim. Þegar þau loksins sofna falla þau í svo djúpan svefn að það tekur langan tíma að vakna á morgnana. 26 Kvíðaraskanir – um 25–30% Kvíðaeinkenni geta verið mjög falin, til dæmis sýna rannsóknir að í helmingi tilfella eru foreldrar ómeðvitaðir um kvíðaeinkenni barna sinna. Kvíðin börn eru oft áhyggjufull, pirruð, stressuð eða þreytt og eiga í erfiðleikum með að ná góðum svefni. Oft geta þau virkað hæg og framtakslaus og eru þar af leiðandi ekki til truflunar í skólastarfi; þeim er því síður vísað til greiningar en börnum sem láta meira á sér bera. 27 Þunglyndi – um 10–30% Þunglyndi getur fylgt ADHD, sérstaklega ef félagsleg staða barnanna er veik. Einkenni ADHD skapa oft erfiðleika í félagslegum samskiptum sem leiðir til þess að barninu er ekki boðið í afmæli eða að leika við önnur börn í heimahúsum. Þeim gengur einnig misvel að sanna sig í íþróttum eða öðru tómstundastarfi. Eftir því sem ósigrarnir verða fleiri dregur úr sjálfstrausti barnsins og þunglyndi getur gert vart við sig. Þá er átt við viðvarandi þunglyndi sem getur orðið til þess að barnið einangrar sig, það verður áhugalaust, getur átt í erfiðleikum með svefn eða sefur daglangt, missir matarlyst, verður of sjálfsgagnrýnið og talar jafnvel um að deyja. 28
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=