ADHD Handbók

13 • Að hafa stjórn á tilfinningum eins og reiði, áhyggjum, vonbrigðum, löngunum og viðbrögðum við mótlæti. Þeim reynist erfitt að ýta tilfinningum til hliðar og láta þær ekki trufla sig við vinnu. • Að muna og halda utan um atriði í minni sínu og kalla fram upplýsingar. Löngu liðnir atburðir eru þeim oft ofarlega í minni en að muna hvar þeir lögðu eitthvað frá sér, hvað einhver sagði, hvað þeir voru að lesa og hvað þeir ætluðu að segja getur þvælst fyrir þeim. • Að vakta sjálfan sig og hafa stjórn á eigin gerðum og viðbrögðum. Margir með ADHD, jafnvel þeir sem ekki eru ofvirkir, segjast oft ekki hafa stjórn á hegðun sinni. Þeir geta verið hvatvísir í tilsvörum, athöfnum eða hugsun, of fljótir á sér og draga gjarnan rangar ályktanir. Þeir lesa ekki rétt í aðstæður, átta sig ekki á þegar aðrir eru forviða, særðir eða pirraðir vegna einhvers sem þeir sögðu eða gerðu, breyta því ekki framkomunni til samræmis við viðbrögð annarra. 22 Fylgiraskanir Vitað er að um 50–70% grunnskólabarna með ADHD greinast jafnframt með eina eða fleiri fylgiraskanir. Þetta getur flækt bæði greiningu og meðferð þar sem ADHD-einkennin skarast við einkenni sumra þeirra. Til þess að rétt meðferð og þjónusta sé veitt er áríðandi að átta sig á þessari samsetningu sem allra fyrst og fyrirbyggja þannig að vandinn vaxi. 23 Samkvæmt rannsóknum eru algengustu fylgiraskanir ADHD sem hér segir en prósentutalan gefur til kynna hve margir með ADHD greinast með fylgiröskunina: Sértækir námserfiðleikar Mótþróaþrjóskuröskun Svefntruflanir Kvíðaraskanir Þunglyndi Hegðunarröskun Áráttu-/ þráhyggjuröskun Sértæk þroskaröskun á hreyfisamhæfingu Tourette heilkenni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=