ADHD Handbók

12 • huga illa að smáatriðum og gera oft fljótfærnislegar villur • týna oft og gleyma hlutum • truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreiti og einnig af áreiti eigin hugsana • eru gleymin í athöfnum daglegs lífs Einkenni ofvirkni eru meðal annars að börn og unglingar • eru stöðugt á ferðinni • tala óhóflega mikið • eru með hendur og fætur á sífelldu iði • fara úr sæti í skólastofu eða við aðrar aðstæður þar sem ætlast er til kyrrsetu • hlaupa um eða príla óhóflega við aðstæður þar sem slíkt á ekki við • eiga erfitt með að vera hljóð við leik eða tómstundastarf Einkenni hvatvísi eru meðal annars að börn og unglingar • eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að þeim í hópvinnu eða leik • grípa fram í eða ryðjast inn í samræður eða leiki • grípa fram í með svari áður en spurningu er lokið • taka óígrundaðar ákvarðanir • framkvæma án þess að hugsa Í ljósi þess sem að framan hefur verið nefnt hefur ADHD margþætt áhrif en skert stýrifærni heilans veldur því m.a. að nemendur með ADHD geta átt erfitt með: • Að koma sér að verki, skipuleggja verkefni, áætla tíma og forgangsraða. Þeir hafa sterka tilhneigingu til að fresta verki fram á síðustu stundu. • Að halda einbeitingu og að færa athygli frá einu verkefni á annað. Þeir truflast auðveldlega, jafnt af áreiti í umhverfi og sínum eigin hugsunum. Mörgum þeirra getur reynst erfitt að einbeita sér við lestur, þurfa að lesa oftar en einu sinni sama efnið til að ná tökum á því og skilja innihaldið. • Að ljúka við verkefni á tilsettum tíma og halda jöfnum vinnsluhraða vegna úthaldsleysis. Þeir vaða gjarnan úr einu í annað. Margir segjast geta leyst verkefni sem taka stuttan tíma í vinnslu en eiga mun erfiðara með verkefni sem taka lengri tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=