ADHD Handbók

11 Einkenni ADHD Hjá sumum börnum eru einkenni ADHD, og þá sérstaklega ofvirkni- einkenni, augljós strax á leikskólaaldri. Erfitt reynist að fá börnin til að fylgja einföldum leiðbeiningum og við minnsta mótlæti geta þau verið fljót að stökkva í burtu eða atast í bekkjarsystkinum. Önnur börn með ADHD sýna ekki eins hömlulausa hegðun, röskun þeirra birtist fremur í lakari námsgetu en vitsmunaleg geta gefur tilefni til og kemur jafn- vel ekki fram fyrr en í 3. eða 4. bekk grunnskóla. Þótt sum börn með ADHD geti virst hvatvís, sítalandi og eirðarlaus draga önnur sig í hlé og láta sig hverfa á vit dagdrauma í kennslustundum. 20 Einkenni ADHD taka iðulega töluverðum breytingum með aldri. Sérstaklega á þetta við um hvatvísi og ofvirkni sem breytist hjá unglingum og birtist frekar í innri spennu, eirðarleysi og skapstyggð. Athyglisbrestseinkennin vara hins vegar oft fram á fullorðinsár. 21 Helstu einkennum ADHD má skipta í þrjá flokka, þ.e. athyglisbrest, ofvirkni og hvatvísi. Einkenni athyglisbrests eru meðal annars að börn og unglingar • eiga erfitt með að halda athygli við leiki, verkefni og nám • virðast ekki hlusta þegar talað er beint til þeirra • fylgja ekki fyrirmælum til enda og ljúka ekki við verkefni, fresta þeim • eiga erfitt með að skipuleggja verkefni og athafnir, áætla tíma, forgangsraða og koma sér að verki • forðast viðfangsefni sem krefjast mikillar einbeitingar (til dæmis heimanám og skrifleg skólaverkefni) Einkenni ADHD: • Athyglisbrestur • Ofvirkni • Hvatvísi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=