ADHD Handbók

10 Rannsóknir benda til að börn og unglingar með ADHD og skerta stýrifærni í heila séu líkleg til að glíma við námserfiðleika. Stýrifærni heilans hefur ekki áhrif á greindarfar enda geta nemendur með háa greindarvísitölu verið með skerta stýrifærni. 12 Þessar niðurstöður und- irstrika mikilvægi þess að skimað sé fyrir sértækum námserfiðleikum hjá börnum með ADHD. 13 Orsakir ADHD Þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvað veldur ADHD eru fræðimenn sammála um að orsakir séu líffræðilegar og að erfðir útskýri um 80% einkenna ADHD. 14 Gen stjórna vefjauppbyggingu heilans og þar með þroska heilabarkar og þróun boðefnakerfa heilans. Misfellur í þessari uppbyggingu geta birst sem truflun í jafnvægi taugaboðefna, haft áhrif á stýrifærni og truflað hegðun og hugræna starfsemi. Rannsóknir benda einnig til að ýmsir áhættuþættir í umhverfinu, svo og samspil umhverfis- og erfðaþátta, auki hættu á ADHD. Nefna má áhættuþætti eins og áföll á meðgöngu (vímuefnanotkun) og við fæðingu, 15 blýmengun og PCB-mengun. 16 Ekki telst sannað að börn sem alast upp við slæmar félagslegar aðstæður eða óöryggi í æsku séu líklegri til að greinast með ADHD ef ekki eru undirliggjandi líffræðilegar skýringar. Félagslegar aðstæður geta hins vegar haft mikil áhrif á aðlögun barns með ADHD í skóla og á heimili og þar með framtíðarhorfur þess. Tíðni ADHD Rannsóknir sýna 5–10% tíðni ADHD hjá börnum og unglingum en 4–5% hjá fullorðnum. 17 Langtímarannsóknir sýna að einkenni hjá sumum börnum sem greinast með ADHD verða vægari með aldri og þroska og sum verða jafnvel einkennalaus á fullorðinsárum. Kynjahlutfall ADHD meðal barna er þrír drengir fyrir hverja eina stúlku. 18 Þessi kynjamunur er svipaður og þekkt er í öðrum röskunum á taugaþroska, til dæmis einhverfu. 19 Hugsanlegt er að ADHD greinist síður hjá stúlkum en drengjum vegna þess að stúlkur með ADHD eru síður truflandi í skóla en drengir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=