ADHD Handbók
9 heilans má líkja henni við stjórnanda sinfóníuhljómsveitar. Hljómsveitin er skipuð tónlistarfólki en það er í höndum stjórnandans að tryggja að allir byrji að spila á sama tíma, haldi takti og sama hraða svo að tón- listin hljómi sem allra best og verkið komist til skila. Hjá einstaklingum með ADHD virka heilasvæðin vel, sem samsvarar einstökum hljóð- færaleikurum. Samstillingin er í höndum stjórnandans, sem samsvarar stýrifærni heilans. Stýrifærnin er ekki fullþroskuð við fæðingu heldur þroskast hún með aldrinum eftir því sem heilabörkur þroskast á svæði framheila. 9 Skert starfsemi í taugaboðefnakerfi heilans er hluti af orsök skertrar stýrifærni. 10 Mikilsvert er að kröfur og væntingar í skólaumhverfi og á heimili taki mið af því að börn með ADHD standa ekki undir sömu kröfum og jafnaldrar þeirra þar sem um 1–3 ára seinkun getur verið á þroska tiltekinna svæða heilans sem viðkoma stýrifærni. 11 Stýrifærni heilans stjórnar samstillingu heilasvæða líkt og hljómsveitarstjóri hljómsveit. Tímstjórnun Vinnsluminni aldur 20 ára 5 ára Fylgjast með eigin hegðun Verkáætlun Skipulag Stjórnun tilfinninga Seinkun á þroska heilabarkar hjá börnum með ADHD veldur skertri stýrifærni í framheila. Á myndinni er þroski heilabarkar barns með ADHD frá 5–20 ára auðkenndur með bláum lit en sjá má að við 20 ára aldur er heilabörkurinn enn ekki fullþroska.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=