ADHD Handbók
8 hegðunarvandi barna og unglinga og veldur þeim sem við það glíma, fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi oft óþægindum og truflunum. Algengt er að einstaklingur með ADHD fái ekki notið hæfileika sinna vegna þessa, auk þess sem ADHD fylgja oft aðrar raskanir. Rannsóknir hafa sýnt að í mörgum tilvikum halda einkenni áfram fram á fullorðinsár, stundum í nokkuð breyttri mynd. 4 Síðastliðna öld hafa þessi einkenni gengið undir ýmsum nöfnum, þar á meðal eru vægur heilaskaði eða væg truflun á heilastarfi skamm- stafað sem MBD ( e. Minimal Brain Damage or Dysfunction ); DAMP ( e. Deficit in Attention, Motor Control and Perception ) sem hér á landi var kallað misþroski; ofvirkniröskun ( e. Hyperkinetic Disorder ) og að lokum það sem við þekkjum sem ADHD eða athyglisbrest með ofvirkni. Einnig er talað um athyglisbrest án ofvirkni sem ADD ( e. Attention Deficit Disorder ). Í þessu riti er ekki greint á milli ADD og ADHD heldur eingöngu notuð skammstöfunin ADHD. Þetta er gert til einföldunar enda á sama umfjöllun í flestum tilvikum við báða hópana. Þar til á níunda áratug síðustu aldar var álitið að athyglisbrestur og ofvirkni væri röskun sem aðeins væri greinanleg hjá börnum, fyrst og fremst hjá drengjum. Nú er ADHD einnig viðurkennt hjá stúlkum og fullorðnum eins og áður segir. 5 ADHD er ein mest rannsakaða röskun í geðheilbrigðisfræðum barna og rannsóknaniðurstöður um réttmæti standa því á traustari grunni en rannsóknir á flestum öðrum geðröskunum. 6 Erfitt getur reynst að skilja röskunina, sérstaklega þar sem börnum með ADHD virðist á stundum ganga vel með ýmislegt sem þau taka sér fyrir hendur, svo sem íþróttir, tölvuleiki, myndlist og fleira. Börnin segja sjálf að þau geti einbeitt sér að því sem þau hafa mikinn áhuga á eða veitir þeim ánægju en eigi í erfiðleikum með að einbeita sér að því sem þeim finnst leiðinlegt, jafnvel þótt þau viti að viðfangsefnið sé mikilvægt og þau vilji gjarnan ljúka því. ADHD getur því oft litið út sem spurning um vilja en það er oftast of einföld skýring. 7 Margir telja ADHD fyrst og fremst hegðunarvanda, að nemendur með ADHD geti ekki setið kyrrir, einbeitt sér, hlustað á kennara og fylgt reglum í skólastofunni. Rannsóknir benda til að hegðunareinkennin skýrist af skertri heilastarfsemi á svæðum sem sjá um stýrifærni ( e. executive functions ). 8 Til þess að skýra hvað átt er við með stýrifærni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=