7 Í leik eru börn yfirleitt einbeitt og virk, en þessum einkennum leiks hefur oft verið líkt við hugmyndina um flæði (Laevers, 1994). Þegar börn leika sér komast þau oft í nokkurs konar flæðiástand þar sem leikurinn einn skiptir máli, þau eru niðursokkin, truflast ekki auð- veldlega og gleyma stað og stund (Sara M. Ólafsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2016). Börn þurfa tíma til þess að undirbúa athafnir sínar, þau þurfa viðeigandi efnivið, tungumál og stuðning, en þannig er líklegt að úr verði leikur sem þau geta viðhaldið, þróað og lært af (Leong og Bodrova, 2012). Börn þurfa ekki umbun fyrir þátttöku sína í leik; leikurinn er umbun í sjálfum sér.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=