Handbók um leikinn

5 Byggingaleikur Í byggingaleik er notaður efniviður til bygginga, þar á meðal hinar ýmsu tegundir af kubbum. Kubbar flokkast yfirleitt undir opinn efnivið, sem þýðir að börn geti nýtt hann á skapandi hátt og byggt upp leikumhverfi (Elva Önundardóttir, 2009). Einingakubbar eru til í flestum leikskólum landsins, en þegar börn byggja úr kubbunum eiga þau í samskiptum, finna lausnir, semja og nota ýmis vísindaleg hugtök, svo eitthvað sé nefnt (Cuffaro, 1998). Þegar börn hafa lokið við uppbyggingu leikumhverfisins breytist leikformið oft yfir í hlutverka- eða þykjustuleik (Kristín Karlsdóttir og Sara M. Ólafsdóttir, 2022). Hlutverkaleikur Litið hefur verið á hlutverkaleik sem flóknasta leikformið en jafnframt það mikilvægasta fyrir þroska barna, nám þeirra og vellíðan. Eins og orðið gefur til kynna taka börn sér hlutverk, skapa ímyndaðar aðstæður og búa sér til leikreglur sem þau leggja áherslu á að framfylgja (Bodrova, 2018). Einkennum hlutverkaleiks svipar mjög til þess hvernig sjálfsprottinn leikur hefur verið skilgreindur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=