32 Lokaorð Það er von okkar að þetta hefti nýtist starfsfólki leikskóla, bæði í starfi og í samtali. Við teljum mikilvægt að litið sé á leikinn sem þungamiðju leikskólastarfs og að hann fái rými í samræðum innan leikskóla. Það er mikilvægt að starfsmannahópurinn skilgreini leikinn til þess að tryggja sameiginlegan skilning á hugtakinu og sameiginlega sýn á það hvaða rými leikurinn fær í daglegu starfi. Við vonum að umræðupunktarnir nýtist ykkur og við viljum endilega hvetja ykkur til áframhaldandi samtals um leikinn. Það er mikið til af íslenskum rannsóknum sem hafa verið birtar í bókum og greinum sem fjalla um leik og leikskólastarf. Því er úr nægu að velja í áframhaldandi samtali og viljum við hvetja ykkur til að nýta ykkur þá þekkingu sem til er og tengja hana við starf ykkar á vettvangi. Með vinsemd og virðingu, Sara Margrét Ólafsdóttir og Svava Björg Mörk
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=