29 Fullorðinn í hlutverki þjálfara Frumkvæði starfsfólks leggur línurnar þannig að það velur inn leikefni, þemu og innihald leiksins, t.d. ákveður það að lesa sögu eða syngja lag sem er notað sem sögusvið leiksins. Þannig leitast starfsfólkið við að fá börnin til þess að tengja við það sem lagt er fram. Starfsfólkið er innan leiksins og tekur þátt í leikheiminum, þar sem það er með ákveðið hlutverk. Fullorðinn í hlutverki leikfélaga Starfsfólkið er þátttakendur í leiknum, er innan leikheimsins og tekur þátt í samskiptum í samhengi við leikinn (sjá t.d. umfjöllun Fleer um líkamlega nærveru/stöðu starfsmanna). Frumkvæði, sjónarmið og áhugi barnanna skiptir höfuðmáli þannig að starfsmaðurinn fylgir þeim eftir . Þema, samskipti og leikheimurinn er skipulagður af börnunum og starfsfólkið tekur þátt í leiknum á forsendum barna. Fullorðinn í hlutverki leiðbeinanda Frumkvæði starfsmanna er í forgrunni þannig að þeir velja þemu og innihald leiksins og reyna að stýra leik barnanna í þá átt sem þeir hafa valið. Starfsmenn eru þó til hliðar og eru ekki þátttakendur í leiknum. Hlutverk þeirra felst í því að leggja línurnar, leiðbeina og styðja við börn í leik. Þetta má tengja við kennarastýrðar stundir (Wood, 2013) eins og t.d. stöðvavinnu og valstundir. Einnig er vert að minna á að þetta er ekki leikur eins og börnin skilgreina hann (sjá Söru Margréti og Jóhönnu, 2019). Fullorðinn í hlutverki áhorfanda Starfsmenn sitja til hliðar og eru ekki þátttakendur í leikheimi barnanna, þeir eru áhorfendur og fylgjast með leiknum. Starfsmaðurinn er ekki með hlutverk í leiknum. Frumkvæði barnanna er í fyrirrúmi og börnin ákveða sjálf leikþemað, hverjir taka þátt, umhverfið og annað sem skiptir máli fyrir leikheiminn. Þegar starfsmenn eiga í samskiptum við börnin í hlutverki áhorfenda eru þeir að rannsaka/ kanna frumkvæði barnanna, viðhorf þeirra og þau þemu sem börnin hafa valið í þessum leikheimi. Umræður Hvernig getið þið nýtt ykkur líkan Borks í starfi? Hvaða reynslu hafið þið sem starfsmannahópur af því að taka þátt í leikheimi barna? Hvaða hlutverki teljið þið að starfsmenn séu oftast í þegar börnin eru í leik?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=