Handbók um leikinn

28 Ólík hlutverk starfsmanna í leikheimi barna Hlutverk leikskólakennara og annars starfsfólk leikskóla eru fjölbreytt þegar börn leika sér. Svo skilja mætti betur þessi hlutverk þróaði Bork (2015) líkan sem hægt er að nota til þess að rýna í leik barna. Þetta líkan er hægt að nota til að ræða um leikinn og hlutverk starfsmanna í leik barna. Þess ber þó að geta að þetta líkan og hugmyndir sem birtast þarna ætti ekki að stýra því hvernig litið er á leikinn, enda nær líkanið ekki utan um allt sem snýr að honum. Líkanið getur þó verið gott verkfæri þegar starfsmannahópurinn er að þróa samtal um leikinn og velta fyrir sér hvert hlutverki þeirra sé í leik barna. Líkanið var þróað sem verkfæri sem starfsfólk getur nýtt sér í starfi þegar það rýnir inn í töfraheim leiksins, þar sem áhersla er á sjónarhorn barna. Í þessu líkani (sjá Mynd 1) eru fjögur hlutverk hins fullorðna tengd leikheimi barna: fullorðinn í hlutverki þjálfara, fullorðinn í hlutverki leikfélaga, fullorðinn í hlutverki leiðbeinanda og fullorðinn í hlutverki áhorfanda. Eins og fyrr segir getur starfsfólkið nýtt líkanið til að greina og velta fyrir sér þróun leiksins og námsumhverfi í daglegu leikskólastarfi (Bork, 2015). Þegar myndin er skoðuð má sjá að lárétti ásinn sýnir frumkvæði barna eða starfsmanna í leiknum. Lóðrétti ásinn sýnir staðsetningu starfsfólksins innan eða utan leiksins. Allir þessir fjórir þættir innan líkansins skipta máli varðandi þátttöku starfsfólks og námstækifæri barna. Lykillinn felst í breytileika, samspili og flæði á milli mismunandi þátta og stöðu starfsfólks (Bork, 2015). Hlutverk fullorðins er utan samhengis leiksins Hlutverk fullorðins er innan samhengis leiksins Áhersla á frumkvæði fullorðinna Áhersla á frumkvæði barnanna Fullorðinn í hlutverki þjálfara Fullorðinn í hlutverki leiðbeinanda Fullorðinn í hlutverki leikfélaga Fullorðinn í hlutverki áhorfanda Mynd 1. Staða starfsmanna í leikheimi barna, aðlöguð frá Bork, 2015 bls. 59.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=