Handbók um leikinn

21 Leikur og vellíðan Þátttaka barna er þýðingarmikil fyrir vellíðan þeirra í leikskólum (Guðrún Alda Harðardóttir og Baldur Kristjánsson, 2013). Rannsóknir hafa sýnt að börn þurfa að finna til öryggis og fá tækifæri til þess að taka ákvarðanir í leik og daglegu starfi. Þau þurfi auk þess að njóta umhyggju, fá athygli, félagslega viðurkenningu og upplifa að þau tilheyri samfélagi leikskólans (Laevers, 1994; Sara Margrét Ólafsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2016). Vinátta, félagar og góð samskipti skipta börn miklu máli en þeim líður yfirleitt vel þegar þau fá tækifæri til þess að leika sér með vinum sínum (Anna Magnea Hreinsdóttir og Kristín Dýrfjörð, 2021). Leikur er mikilvægur fyrir líkamlega og tilfinningalega vellíðan barna en huga þarf að því að í leik geta þau upplifað bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar, t.d. geta þau upplifað spennu við að fara í ferðalag í leik, streitu við að berjast við dreka og ánægju við að sinna gæludýri (Paatsch, 2024). Mikilvægt er að fylgjast með því hvernig tilfinningar barna koma fram í leik þeirra og gefa þeim tækifæri til þess að vinna úr þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=