Handbók um leikinn

13 það atriði og bendir á að það gerist seinna. Börn þurfa þá að endursemja regluna um söguþráðinn svo að leikurinn geti haldið áfram (Fleer, 2021). Í leik kanna börn reglur samfélagsins með skapandi hætti, í félagi með jafningjum (Elkonin, 2005). Reglur sem börn setja tengjast auk þess því hvaða börn megi vera hluti af leiknum og hver ekki. Börn fara yfirleitt eftir þeim reglum sem starfsfólk leikskóla setur en nota jafnframt fjölbreyttar og oft duldar leiðir til þess að sniðganga þær eða brjóta. Til dæmis er meginreglan í flestum leikskólum sú að ekki megi útiloka börn frá leik en þau finna samt oft skapandi leiðir til þess (Löfdahl, 2010; Sara M. Ólafsdóttir o.fl., 2017). Til dæmis bjuggu börnin sem tóku þátt í rannsókn Söru og Jóhönnu til eftirfarandi reglu: Jóhanna: „Þú þurftir að eiga ketti til að vera með í leiknum.“ Stúlka sem ætlaði að fá að taka þátt í leik þar sem börnin léku ketti fékk ekki inngöngu í leikinn vegna þess að hún átti ekki kött. Sumar reglur setja börn til þess að útiloka önnur börn frá leik en aðrar geta tengst því að vernda samskiptasvæði sitt, þ.e. að leikur sé hafinn og þegar annað barn kemur inn þurfa börnin sem fyrir eru að breyta því sem þau hafa byggt upp (Corsaro, 2003). Því er mikilvægt að skilja þær reglur sem börn setja í leik og hvernig reglur sem gilda á deildum hafa áhrif á leik barna og þátttöku þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=