12 Börn setja reglurnar sjálf Leikur felur í sér reglur sem börnin setja sjálf og fylgja eftir, enginn leikur er án reglna, en þær geta verið flóknar og þróast yfirleitt samhliða þróun leiksins (Bodrova, 2008). Þegar börn leika sér búa þau til margar reglur sem þau nota í fjölbreyttum tilgangi, til dæmis til þess að stjórna athöfnum sínum og annarra eða prófa sig áfram í þeim aðstæðum sem þau eru í. Reglurnar eru auk þess notaðar til þess að hefja leik, viðhalda leik og gefa til kynna hverjir mega vera með (Cobb-Moore o.fl., 2007). Þegar börn hefja leik setja þau fram leikmynd eða þema sem ákvarðar hvert leikurinn stefnir, t.d. gætu þau sagt „við vorum í búðinni, minn var afgreiðslumaðurinn og þinn var að versla“. Þegar upphaf leiksins hefur verið ákveðið fara börnin í hlutverk en hverju hlutverki fylgja ákveðnar reglur sem börn virða yfirleitt og fylgja skilyrðislaust, þ.e. hvað það þýðir að vera afgreiðslumaður og hvað hann gerir. Einnig hefur sá eða sú sem kemur í búðina ákveðnu hlutverki að gegna og barnið fylgir þá eftir því hlutverki. Rannsóknir hafa sýnt að börn taka hlutverkum sínum oft mjög alvarlega og fylgja þeim eftir í hvívetna (Cobb-Moore o.fl., 2007). Börn semja um og endursemja reglur í leik, þau geta til dæmis verið ósammála um gang leiksins, eitt barnið segir til dæmis „þinn fór þangað“ en annað barnið er ekki tilbúið í
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=