!-- Google Fonts embed code --> Eldgrímur
Eldgrímur er gagnvirkur vefur ætlaður nemendum á yngsta stigi grunnskólans, einkum 7–9 ára börnum. Vefurinn nýtist þó fleirum, til dæmis börnum með annað móðurmál en íslensku og þeim sem taka hægum framförum í móðurmálinu og þurfa mikla endurtekningu.

Markmið vefjarins er að gefa börnunum tækifæri til að nota tövu sér til gagns og á skipulegan hátt. Þau geta unnið verkefnin sjálfstætt en ekkert mælir gegn því að þau vinni saman, sitji saman við tölvuna og spái sameiginlega í lausnir.

Til að nota vefinn þurfa nemendur að hafa náð nokkrum tökum á lestri, þ.e. að geta lesið orðin sem koma upp.

Markmið vefjarins er einnig að æfa börnin í þeim atriðum í íslensku sem áhersla er lögð á í aðalnámskrá grunnskóla fyrir aldurstigið. Viðfangsefnin beinast að því að
  • raða í stafrófsröð (eftir stökum bókstöfum og orðum, eftir fyrsta bókstaf, eftir tveimur fyrstu bókstöfunum)
  • finna samheiti og andheiti
  • búa til samsett orð
  • ríma
  • æfa lestur algengra orða
  • finna orð sem eiga við yfirheiti
  • aðgreina samnöfn og sérnöfn
  • aðgreina karlkyn og kvenkyn
  • aðgreina eintölu og fleirtölu

Eldgrímur

Hugmyndavinna, saga og verkefni: Kristín Gísladóttir
Teikningar og grafísk hönnun: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Forritun: Hildigunnur Halldórsdóttir
Innlestur: Sólveig Guðmundsdóttir
Ráðgjöf v/viðmóts: Höskuldur Borgþórsson
Prófun: Guðríður Skagfjörð, Ragnheiður Magnúsdóttir
Yfirlestur: Svanhildur Kaaber
Hljóðupptaka: Upptekið ehf
Ritstjórn: Sylvía Guðmundsdóttir

Verknúmer: 9017

Hljóð eru fengin af vefnum freesound.org
Skoða lista
– Drífðu þig nú, Óðinn, kallaði Glódís til bróður síns.
Ég er búin að finna veiðistangirnar.
Systkinin voru að fara að veiða í
Orðahöfninni inni í Lestrarskógi.

Óðinn kom út í gúmmístígvélum
og með bakpoka fullan af samlokum.
Þau hlupu eftir stígnum fram hjá Stafrófsstöðum
og Orðahvernum.

– Við kíkjum seinna á Orðahverinn, sagði Óðinn.
– Já og líka í Bergmálshelli, alltaf svo spennandi að koma inn í hann.


Fuglarnir sungu og kanínur
og froskar stukku í ofboði út af veginum þegar þau hlupu hjá.
Glódís og Óðinn hrukku við.
– Hvaða hljóð var þetta? hvíslaði Óðinn að Glódísi.
– Ég veit það ekki en við skulum komast að því, svaraði hún.

Hljóðið kom frá stóru rjóðri við Regnbogafoss.
Systkinin urðu skelkuð þegar sáu
stóran, rauðan DREKA
standa fnæsandi á brúnni
steinhellu í miðju rjóðrinu.
Óðinn ætlaði að hlaupa í
burtu þegar Glódís sagði hissa:
– Hann er að gráta.
– Hvað heitir þú? Hvað er að?
spurði Óðinn varfærnislega.

– Ég heiti Eldgrímur og ég kemst ekki heim til Drekalands, gáttin hefur lokast, volaði drekinn og benti á steinhelluna. Ég kann ekki að opna hana aftur.
Krakkarnir litu niður og sáu daufar útlínur
af korti á hellunni þar sem stóð skrifað:
Þegar opnast þessi gátt
þrautir nokkrar leysa átt
í Lestrar-skógi líta mátt
lausnir allar smátt og smátt.
Óðinn og Glódís horfðu hvort á annað og sögðu svo einum rómi:

– Við þekkjum alla staðina í skóginum og vitum hvað þú þarft að gera. Við skulum hjálpa þér að finna lyklana að gáttinni. Þau tóku í klærnar á drekanum og leiddu hann af stað til leysa þrautirnar.
179009__smartwentcody__pill-bottle-rattle.wav added by: SmartWentCody
9099__wim__bangkok-frog.wav added by WIM
199507__flcellogrl__kokar-bees.wav added by flcellogrl
142608__autistic-lucario__error.wav added byAutistic%20Lucario
203706__setuniman__sappy-1d29.wav added by Setuniman
131660__bertrof__game-sound-correct.wav added by Bertrof 98228__smokey-b__va-state-fair-3-merry-go-round-music-climax.wav added by Smokey_B
212673__monotraum__fireworks-closed.wav added by monotraum
130232__dikolson__ingvellir-waterfall-hard-1.wav added by dikolson
50782__smcameron__loud-splash1 .ogg added by smcameron
28826__junggle__btn016.wav added by junggle 79274__dobroide__20090828-krisuvik-hotspring-02.wav added by dobroide
13564__acclivity__gullsbythesea.wav: acclivity added by acclivity 160612__primeval-polypod__door-slam.wav : primeval_polypod added by primeval_polypod
151568__lukechalaudio__user-interface-generic.wav added by lukechalaudi 195903__mauhen__bats-1st-august-2013.mp3 added by mauhen
187523__oceanictrancer__ambient-echo-9.wav added by oceanictrancer
188714__oceanictrancer__happy-effect-3.wav added by oceanictrancer
112859__drriquet__titlititt.wav added by dkmedic
104439__dkmedic__bomb.wav added by drriquet
169835__timtube__evil-monster-laugh.wav added by timtube
180377__badly99__long-burp-belch.wav added by Badly99