Aðalnámskrá grunnskóla - endurskoðun greinasviða kaflar 17-26

Íslenska er fyrsta tungumál flestra nemenda og meginþungi alls náms í grunnskóla snýr að vinnu með tungumálið á einn eða annan hátt. Þegar unnið er með texta, orðaforða og hugtök í náttúru- eða samfélagsgreinum fer þannig fram dýrmætt nám í lestri og lesskilningi og þegar nemendur tjá sig eða kynna verkefni fyrir framan samnemendur þjálfa þau tjáningu og framsögn sem er mikilvægur þáttur í íslenskunáminu. Íslenskan sem námsgrein á þannig marga mikilvæga snertifleti við allar aðrar námsgreinar. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um, taki ábyrgð á og nýti sér slík tækifæri til samþættingar námsgreina. Yfirheiti í íslensku Tjáning Yfirheiti í lykilhæfni Tjáning, Rökræða Ábyrgð Gagnrýnin hugsun Ályktun, Upplýsingaöflun og miðlanotkun Nýting miðla Tjáning í texta Hlustun og áhorf Lestraraðferðir Orðaforði Orðaforði Skrift og frágangur Sköpunarkraftur Gögn og hjálpartæki Miðlun Sköpun, Leiðsögn Upplýsingaöflun og miðlanotkun Sköpun Helstu breytingar á kafla 19 | Íslenska Skipulag og heiti undirkafla: Við endurskoðun hæfniviðmiða í íslensku var undirköflum fjölgað úr fjórum í fimm. Undirkaflanum Lestur og bókmenntir var skipt upp í tvo kafla: Lestur og lesskilningur og Bókmenntir. Þá hefur heiti undirkaflans Málfræði verið breytt í Mál og málnotkun. Einstök viðmið voru færð í kafla um lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt og önnur tekin út og efni þeirra færð í inngangskafla greinarinnar. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var lestri og lesskilningi gert hærra undir höfði með því að tileinka því einn undirkafla. Þá var reynt að draga úr endurtekningum og áhersla lögð á að viðmið væru skýr og aðgengileg til að vinna með í fjölbreyttri kennslu og námsmati. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Viðmið voru 32-33 eftir aldursstigum en eru nú 25. • Hæfniviðmið tóku margvíslegum breytingum við endurskoðunina og er mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum og efnisatriðum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út. Unnið er að gerð stuðningsefnis á vef aðalnámskrár þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík atri ði ásamt hugtökum sem tengjast efni viðmiðanna með beinum hætti. • Hæfniviðmið um öflun og meðferð heimilda og rafrænan texta voru færð í kaflann Upplýsinga- og tæknimennt. • Hæfniviðmið um samskipti og kurteisi voru færð í kaflann Lykilhæfni. • Hæfniviðmið um gildi íslenskunáms voru felld út og inntak þeirra fært í inngangskafla. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfni í öllu daglegu starfi skóla, flétta viðmið saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina. Við skipulag náms og kennslu í íslensku er mikilvægt að horfa til þess að lykilhæfni komi sem oftast við sögu; hún m.a. nýtt til að ræða og aðstoða nemendur við að temja sér sjálfstæði, ábyrgð, viðhorf og vinnulag. Í kafla 18, Lykilhæfni, eru nokkur viðmið nátengd viðmiðum í íslensku og mikilvægt að nýta slík tækifæri við skipulag náms og kennslu. Dæmi um slík viðmið eru: 6 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=