Hæfniviðmið um tjáningu, samskipti og miðlun í lykilhæfni eiga sér samsvarandi viðmið í mörgum greinaköflum. Undirkaflinn Skapandi og gagnrýnin hugsun í lykilhæfni tengist hæfniviðmiðum um læsi og gagnrýna hugsun í mörgum greinaköflum. Lykilhæfnikaflarnir um Sjálfstæði og samvinnu og Ábyrgð og mat á eigin námi nýtist við skipulag náms og námsmats í öllum öðrum greinum. Mikilvægt er að hæfniviðmiðið Náms- og starfsfræðsla í lykilhæfnikaflanum sé notað í samþættingu við aðrar námsgreinar þar sem hægt er að fjalla um ólík störf í tengslum við fræðigreinar og hvaða námsleiðir hægt er að fara til að komast í slík störf. Í kafla 18, Lykilhæfni eru nokkur hæfniviðmið nátengd hæfniviðmiðum í kafla 26, Upplýsinga- og tæknimennt auk þess sem skörun er við hæfniviðmið í fleiri köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Lykilhæfni Tjáning, Tillitssemi Upplýsingatækni Undirkaflinn Stafræn borgaravitund Undirkaflinn Sköpun og miðlun Nýting skólasafns, Upplýsingaleit, Greining og úrvinnsla gagna, Heimildanotkun, Friðhelgi og öryggi, Stafrænt fótspor og auðkenni, Virðing í stafrænu umhverfi, Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum, Stafrænn stuðningur, Tölvur og snjalltæki Undirkaflinn Nýting miðla og upplýsinga Miðlun Skipulag og heiti undirkafla: Engin breyting varð á skipulagi kaflans og heitum undirkafla. Nokkur hæfniviðmið voru þó færð milli undirkafla. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Áhersla var lögð á að fækka endurtekningum á hæfniviðmiðum sem tengjast lykilhæfni í öðrum greinaköflum. Hæfniviðmið lykilhæfnikaflans eiga að styðja við alla aðra greinakafla og nýtast til að skipuleggja kennslu sem miðar að því að efla almenna náms- og starfshæfni nemenda. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 21-22 eftir aldursstigum en eru nú 21 á öllum aldursstigum. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og viðmið gerð skýrari. Inntak hæfniviðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á verkefnum, kennsluaðferðir, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Hæfniviðmið um markmiðssetningu eru almennt orðuð og ekki lengur tengd sérstaklega við markmið aðalnámskrár. Þessi hæfniviðmið gegna mjög mikilvægu hlutverki í leiðsagnarmati. • Skýr áhersla á hugarfar vaxtar er komin inn í kaflann. • Hæfniviðmið um náms- og starfsfræðslu fellur nú undir lykilhæfni. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Helstu breytingar á kafla 18 | Lykilhæfni 4 5
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=