24 25 Helstu breytingar á kafla 26 | Upplýsinga- og tæknimennt Skipulag og heiti undirkafla: Skipulag kaflans var einfaldað og skýrt. Undirköflum var fækkað úr fimm í fjóra. Kafli um vinnulag og vinnubrögð var felldur út og sameinaður lykilhæfnikaflanum. Heiti undirkafla voru endurskoðuð til að endurspegla betur nútímalega nálgun á upplýsinga- og tæknimennt og eru nú: Upplýsinga- og miðlalæsi, Sköpun og miðlun, Stafræn borgaravitund, Lausnaleit. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðun kaflans var lögð sérstök áhersla á skýrari tengingu við lykilhæfni í gegnum alla námsgreinina og samþættingu við aðrar námsgreinar. Upplýsinga- og tæknimennt er lifandi námsgrein sem þarf að fléttast inn í allt skólastarf. Í þessu samhengi, og í samræmi við lög um grunnskóla, er til dæmis lögð aukin áhersla á eflingu skólasafna sem upplýsingamiðstöðva fyrir fjölbreytta miðlun og stafrænt læsi. Við endurskoðunina var tekið mið af örum tæknibreytingum og áhersla lögð á að skýrari hæfniviðmið um nýja tækni og stafrænt umhverfi séu í samræmi við þær. Heildstæð nálgun var tekin á stafræna borgaravitund með áherslu á uppbyggilega og heilbrigða notkun stafrænna miðla. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 17-18 eftir aldursstigum en nú eru 20 viðmið á öllum aldursstigum. • Langflest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Inntak hæfniviðmiða hefur verið uppfært til að endurspegla tækniþróun og mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út. Unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. Hæfniviðmið/efnisflokkar sem voru teknir úr kaflanum: • Aðskilin hæfniviðmið um vinnulag/vinnubrögð og tækni/búnað voru sameinuð í nýja flokknum Lausnaleit. • Eldri kafli um siðferði og öryggismál var endurhugsaður og útfærður með mun víðtækari hætti í nýja flokknum Stafræn borgaravitund. Þessi breyting endurspeglar aukna áherslu á ábyrga og gagnrýna netnotkun, persónuvernd og friðhelgi í stafrænu umhverfi, stafrænt fótspor og áhrif þess á daglegt líf, jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan, virðingu og öryggi í stafrænum samskiptum, gagnrýna hugsun gagnvart upplýsingum og áróðri á netinu. Hæfniviðmið/efnisflokkar sem bættust inn í kaflann: • Ný hæfniviðmið um notkun gervigreindar og gagnabanka við upplýsingaleit. • Skýrari hæfniviðmið um stafræna borgaravitund og netöryggi. • Heildstæðari nálgun á heilsu og vellíðan í tengslum við tækninotkun. • Ný hæfniviðmið um forritun og lausnaleit. Tengsl við lykilhæfni og aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmið í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 26, Upplýsinga- og tæknimennt, eru nokkur viðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Hæfniviðmiðið Forritun er tengt viðmiðunum Reiknihugsun og forritun í stærðfræðikaflanum, Hugbúnaður í kaflanum um hönnun og smíði og Tækni í kaflanum um textílmennt. Mikilvægt er að samnýta þessi hæfniviðmið í skipulagi náms. Undirkaflinn Upplýsinga- og miðlalæsi tengist hæfniviðmiðum sem fjalla um læsi og miðlun í mörgum öðrum námsgreinum. Upplýsingatækni Upplýsingaleit Undirkaflinn Sköpun og miðlun Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum Nýting skólasafns, Upplýsingaleit, Greining og úrvinnsla gagna, Heimilda- notkun, Friðhelgi og öryggi, Stafrænt fótspor og auðkenni, Virðing í stafrænu umhverfi, Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum, Stafrænn stuðningur, Tölvur og snjalltæki Undirkaflinn Stafræn borgaravitund Greining og úrvinnsla gagna Lykilhæfni Spyrjandi hugarfar Ályktun Tjáning, Tillitssemi Miðlun, Sköpun Tillitssemi, Samvinna Undirkaflinn Nýting miðla og upplýsinga
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=