Samfélagsgreinar Hugtök Skoðanamyndun Upplýsingalæsi Hugarfar og Sjálfsþekking Miðlun Lýðræðislegt samstarf Gagnrýnar umræður Lykilhæfni Orðaforði Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Spyrjandi hugarfar, Rökræða og Gagnrýnin hugsun Áreiðanleiki, Upplýsingaöflun og miðlanotkun, og Vandvirkni og nákvæmni Sjálfsþekking, Markmiðasetning, Ígrundun og Náms- og starfsfræðsla Miðlun Samvinna og Samstarf Ályktun 18 Helstu breytingar á kafla 24 | Samfélagsgreinar Skipulag og heiti undirkafla: Skipulagi kaflans var breytt verulega og undirköflum fjölgað úr þremur í sex til að auðvelda yfirsýn og uppflettingu hæfniviðmiða. Öllum undirkaflaheitum var breytt og heita þeir nú: Vinnulag samfélagsgreina, Sjálfsmynd, Siðferði og trú, Borgaravitund, Saga og Jörðin okkar. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var lögð áhersla á að námskráin sýni mikilvægi samfélagsgreina tengt læsi og gagnrýninni hugsun og hæfniviðmið í kaflanum Vinnulag samfélagsgreina taka mið af þessu. Í hæfniviðmiðum er lögð áhersla á þróun góðs hugtakaskilnings, upplýsingalæsis, gagnrýninnar umræðu, samkenndar og hæfni til þátttöku í lýðræðislegu samstarfi. Til að mæta þjóðfélagsumræðu er nú aukin áhersla á geðheilbrigði, fjármálalæsi og sjálfbærni í samfélagsgreinakaflanum. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 54 á hverju aldursstigi en eru nú 44. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Líkt og í fleiri námsgreinum fjallar fyrsti undirkaflinn um vinnulag í greininni. • Hæfniviðmið um mótun lands og veðurfar voru færð yfir í náttúrugreinar. • Hæfniviðmið sem fjölluðu um skilning á Biblíunni var fækkað verulega. • Flest hæfniviðmið sem virðast ný byggja í raun á þeim hæfniviðmiðum sem fyrir voru. Fjölmörg hæfniviðmið voru sameinuð eða tekin í sundur og oft mikið endurorðuð til að passa undir eitt yfirheiti. • Þau hæfniviðmið sem helst geta talist sem viðbót eða eru umtalsvert breytt eru hæfniviðmið með yfirheitin: Skoðanamyndun, Lýðræðislegt samstarf, Þarfir, Hugarfar, Virðing, Staðalmyndir, Umferðarreglur, Áhrif sögu á samtímann, Samneysla, Samfélög, Neyslusamfélagið og Ábyrgð á náttúruvernd. 19 Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Samfélagsgreinar tengjast öllum öðrum námssviðum innan skólans enda er í þeim kafla meðal annars að finna þau hæfniviðmið sem áður töldust undir lífsleikni. Skipulag endurskoðaðra hæfniviðmiða býður upp á mikla samþættingu við önnur fög. Í kafla 18, Lykilhæfni, eru nokkur hæfniviðmið nátengd hæfniviðmiðum samfélagsgreina og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Dæmi um skyld hæfniviðmið eru: Meira um samfélagsgreinar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=