Aðalnámskrá grunnskóla - endurskoðun greinasviða kaflar 17-26

Hér í töflu má sjá þau viðmið sem skarast á við inntak viðmiða í lykilhæfni, samfélagsgreinum og náttúrugreinum Helstu breytingar á kafla 23 | Skólaíþróttir Skipulag og heiti undirkafla: Fjöldi undirkafla er fimm en ekki fjórir líkt og áður því hæfniviðmið tengd sundkennslu eru nú í sér undirkafla sem ber heitið Sund. Kaflinn Heilsa og efling þekkingar varð Heilsa og heilsuefling og kaflinn Öryggi og skipulagsreglur varð Öryggi og hreinlæti. Einstök hæfniviðmið voru færð úr einum undirkafla í annan til samræmis við breytingar á kaflaheitum. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Helsta markmiðið í endurskoðun hæfni- viðmiða í skólaíþróttum var að gera þau aðgengilegri fyrir kennara og auðvelda skipulag náms og kennslu út frá viðmiðunum. Breytingar á skipulagi kaflans og orðalagi hæfniviðmiða fela þó ekki í sér neina grundvallarbreytingu á inntaki hæfniviðmiða. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Viðmið voru 19-20 eftir aldursstigum en eru nú 33-35 eftir aldursstigum og hefur því fjölgað. Aðalástæða þessa er tilkoma nýs kafla þar sem öll hæfniviðmið tengd sundi eru nú undir sama hatti. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Í sumum tilvikum var hæfniviðmiðum bætt við til að skýra, einfalda og minnka umfang viðmiðs. Inntak hæfni- viðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á verkefnum, kennsluaðferðir, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Orðið leikni var sett inn í kaflann Líkamsvitund, leikni og afkastageta í stað orðsins færni. • Hæfniviðmið sem fjallar um að rökræða kynheilbrigði, kyn- og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og að taka virka afstöðu gegn ofbeldi var talið eiga heima í öðrum köflum svo sem lykilhæfni, náttúrugreinum og samfélagsgreinum og er viðmiðinu gerð góð skil þar í nokkrum hæfniviðmiðum. • Aukin áhersla er nú á útivist með tveimur hæfniviðmiðum sem fjalla um útbúnað, skipulag og öryggi í útivist. Hæfniviðmið um kortalæsi voru færð í samfélagsgreinakaflann. • Líkt og fram kom hér að ofan var kafla um sund bætt við og fleiri viðmið um sund bættust einnig við þau sem fyrir voru, helsta áherslan var á skilgreiningu á sundtegundum og viðmið um færni á hverju aldursstigi. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 23, Skólaíþróttir eru nokkur viðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Yfirheiti í skólaíþróttum Yfirheiti í skólaíþróttum Yfirheiti í skólaíþróttum Virkni Útivistarbúnaður, útivist Líffræði-þekking Markmiðasetning, íþróttir, heilsurækt, hreyfifærni Leikreglur Heilsuefling Leikreglur, háttvísi Tilfinningar Öryggisreglur Tilfinningar Tilfinningar Heilsuefling Yfirheiti í lykilhæfni Yfirheiti í samfélagsgreinum Yfirheiti í náttúrugreinum Sjálfstæði, samvinna Kortalæsi Líffræði og líffærakerfi Markmiðasetning, árangur og sjálfsþekking Samstarf Tilfinningar Heilsa Leiðsögn Þarfir Reglur Hugarfar Slysavarnir 16 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=