Aðalnámskrá grunnskóla - endurskoðun greinasviða kaflar 17-26

Lykilhæfnikaflarnir um Sjálfstæði og samvinnu, Nýtingu miðla og upplýsinga og Ábyrgð og mat á eigin námi fjalla um vinnubrögð sem mikilvægt er að huga að í skipulagi náttúruvísindakennslu. Nokkur hæfniviðmið skarast verulega við samfélagsgreinar. Þó hæfniviðmiðin skarist er nálgun að þeim ólík eftir námsgreinunum. Í náttúrugreinum er meira fjallað um líffræði og vistfræði á meðan í samfélagsgreinum er meira skoðað hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinginn og/eða samfélagið. Yfirheiti hæfniviðmiða sem skarast milli kaflanna eru: Hæfniviðmið með yfirheitinu Heilsa skarast við hæfniviðmiðið Heilsuefling í kaflanum um skólaíþróttir. Helstu breytingar á kafla 22 | Náttúrugreinar Skipulag og heiti undirkafla: Skipulagi kaflans var breytt verulega og undirkaflar eru nú sex í stað tíu. Kaflanum var breytt til samræmis við skipulag náttúruvísinda á efri skólastigum. Öllum undirkaflaheitum var breytt og heita þeir nú: Vinnulag náttúruvísinda, Umhverfið, Lífið, Efnin, Orkan og Alheimurinn. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var lögð áhersla á að námskráin endurspegli betur undirgreinar náttúruvísinda. Í hæfniviðmiðum fyrir yngsta stig var lögð áhersla á verklega vinnu og athuganir í nánasta nágrenni nemenda. Áhersla er lögð á að efla náttúruvísindalæsi með hæfniviðmiðum sem ýta undir fjölbreyttan lestur, ritun, gagnrýna hugsun og samræðu. Kaflinn um vinnulag náttúruvísinda tekur mið af áherslum sem birtar hafa verið fyrir PISA prófanir á næstu árum. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 51 á öllum aldursstigum en eru nú 47-49 eftir aldursstigum, færri á yngsta stigi. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Inntak sumra hæfniviðmiða er þó lítið breytt en önnur bættust við þar sem flest viðmið eldri námskrár voru umhverfis- og líffræðitengd. Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Mörg hæfniviðmið í eldri námskrá fjölluðu um umhverfið og áhrif mannsins á það. Efnislega var ekkert tekið út en markmiðum fækkað og þau einfölduð. • Líkt og í fleiri námsgreinum fjallar fyrsti undirkaflinn um vinnulag í greininni. • Fjölmörg hæfniviðmið bættust við sem snúa að eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði og jarðfræði. Sem dæmi má nefna hæfniviðmið með yfirheitin: Uppbygging efna, Varðveisla massa, Lotukerfið, Efnajöfnur, Orka, Varmi og Bylgjur. • Hæfniviðmið á sviði jarðfræði og veðurfræði voru flutt úr samfélagsgreinum og koma inn í undirkaflana Alheimurinn og Umhverfið. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 22, Náttúrugreinar, eru nokkur hæfniviðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Náttúrugreinar Hugtök Miðlun Athuganir Læsi á gögn og náttúruvísindatexta Vísindaleg vinnubrögð Lykilhæfni Orðaforði Miðlun Ályktun Spyrjandi hugarfar, Lært af mistökum, Rökræða, Ályktun, Gagnrýnin hugsun Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Orðaforði Miðlun, Sjálfstæði, Samvinna, Leiðsögn Náttúrugreinar Tengsl vísinda, tækni og menningar Kynheilbrigði Einstaklingurinn og umhverfið, Geta til aðgerða Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting Heilsa Samfélagsgreinar Heimabyggð, Áhrif mannsins Virðing, Kynjafræði Auðlindir, Sjálfbær þróun Þarfir Geta til aðgerða 14 15 Lykilhæfni er nátengd mörgum hæfniviðmiðum í Vinnulagi náttúruvísinda: Eðli vísindalegrar þekkingar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=