Aðalnámskrá grunnskóla - endurskoðun greinasviða kaflar 17-26

Sjónlistir • Í sjónlistum var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Sköpun, Greining og úrvinnsla og Menning og umhverfi til að skýra og flokka viðmið eftir efni og inntaki. • Hæfniviðmið voru 11-12 eftir aldursstigum en eru nú 11 á öllum aldursstigum. • Orðalag og inntak hæfniviðmiða helst nánast óbreytt ef frá er talið viðmið um sjónrænt áreiti fyrir 10. bekk sem fellur burt. • Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Tónmennt • Í tónmennt var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Söngur og hljóðfæraleikur, Sköpun og skráning og Hlustun og greining til að skýra og flokka viðmið eftir efni og inntaki. • Hæfniviðmið voru 6-8 eftir aldursstigum en eru nú 12 á öllum aldursstigum. • Umfangsmikil hæfniviðmið voru greind í sundur og einfölduð. Þannig eru nú t.d. ólík hæfniviðmið fyrir hljóðfæraleik á laglínuhljóðfæri og hrynhljóðfæri og ólík hæfniviðmið fyrir tónlistarsköpun í spuna, hljóðfæratónsmíðum og stafrænum tónsmíðum. • Mörg hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni viðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Heimilisfræði • Í heimilisfræði var heitum undirkafla breytt til samræmingar við aðrar verkgreinar. Nú heita kaflarnir Verklag, Lífshættir og Menning og umhverfi. • Hæfniviðmið voru 11 á öllum aldursstigum og helst fjöldi þeirra óbreyttur. • Helstu breytingar á hæfniviðmiðum voru að ráðleggingar frá Landlæknisembættinu voru tengdar inn í kaflann, aukin áhersla lögð á umgengni í eldhúsi í stað heimilis og viðmiði um kolefnisspor var bætt við. • Inntak hæfniviðmiða hélst að öðru leyti óbreytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Skipulag og heiti undirkafla: Í skilgreiningu á verkefninu um endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár var skýrt að kaflaheitum greinasviða skyldi ekki breytt. List- og verkgreinar eru því áfram í einum kafla þrátt fyrir ákall úr skólasamfélaginu um aðgreiningu greinasviðanna. Skipulag kaflans hélst að mestu það sama. Heiti námsgreina og skipting þeirra milli kafla er óbreytt. Stærstu breytingarnar sem urðu á skipulagi kaflans eru að sameiginleg hæfniviðmið fyrir allar list- og verkgreinar voru felld út og þannig lögð aukin áhersla á sjálfstæði hverrar greinar fyrir sig. Við endurskoðun matsviðmiða var lögð áhersla á að öll matsviðmið gætu átt við allar greinar kaflans. Sérstakar áherslur við endurskoðun listgreina: Í köflunum þremur um listgreinar, sviðslistir (dans/leiklist), tónlist og sjónlistir, voru settir undirkaflar í samræmi við verkgreinahlutann. Þannig eiga nú allar listgreinarnar undirkafla um sköpun sem er einn af grunnþáttum menntunar og lykilatriði í allri listsköpun. Sérstakar áherslur við endurskoðun verkgreina: Heitum undirkafla í verkgreinum var breytt og þau samræmd. Þannig er nú í öllum verkgreinum undirkafli um verklag og menningu og umhverfi. Breytingar á skipulagi og hæfniviðmiðum: Dans • Í dansi var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Sköpum og túlkun og Samskipti og samvinna. • Hæfniviðmið voru 5-7 eftir aldursstigum en eru nú 6 á öllum aldursstigum. • Helstu breytingar á hæfniviðmiðum snúa að því að aukin áhersla er nú lögð á samskipti í tengslum við dans og dregið úr áherslu á tjáningu og túlkun, sér í lagi á eldri stigum. • Hæfniviðmiðin eru því talsvert breytt og mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Leiklist • Í leiklist var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Sköpun, Túlkun og Samskipti og samvinna til að skýra og flokka viðmið eftir efni og inntaki. • Hæfniviðmið voru 9 á öllum aldursstigum en eru nú 11 á öllum aldursstigum. • Bætt var við hæfniviðmiðum sem snúa að handritsgerð og leikstíl auk þess sem orðalagi var hnikað lítillega. • Að öðru leyti helst inntak hæfniviðmiða að mestu óbreytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. 10 11 Helstu breytingar á kafla 21 | List- og verkgreinar Meira um List- og verkgreinar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=