Aðalnámskrá grunnskóla - endurskoðun greinasviða kaflar 17-26

Erlend tungumál Íslenska Almenn samskipti, Tjáning, Flutningur, Framsögn Rauntextar, Aðrar námsgreinar Lykilhæfni Tjáning, Orðaforði, Miðlun, Sköpun Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Orðaforði Spyrjandi hugarfar, Ályktun Framsögn, Tjáning, Hlustun og áhorf Lesskilningur, Lestrarmenning Helstu breytingar á kafla 20 | Erlend tungumál Skipulag og heiti undirkafla: Skipulag kaflans hélst að mestu það sama en breyting varð á heitum tveggja undirkafla, Hlustun varð Hlustun og áhorf og Lesskilningur heitir nú Lestur og lesskilningur. Undirkaflinn Námshæfni var tekinn út þar sem hæfniviðmiðin eiga betur heima í lykilhæfni. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Áhersla var lögð á að auðvelda kennurum að skilja og meta hæfniviðmiðin með einfölduðu orðalagi og skýrari viðmiðum. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 23-24 eftir aldursstigum en eru nú 23 á öllum aldursstigum. Í raun fjölgaði hæfniviðmiðum þar sem Námshæfni kaflinn var tekinn út. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Sum staðar var bætt við hæfniviðmiðum svo að aðeins ein hæfni væri metin í hverju viðmiði. Inntak hæfniviðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á verkefnum, kennsluaðferðir, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmið voru teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Yfirviðmið hvers kafla var tekið út og ný hæfniviðmið búin til sem skýrðu betur innihald sem áður kom fram í yfirviðmiðinu. • Öll hæfniviðmið um námshæfni voru tekin út og gert ráð fyrir að kennarar sæki þau í lykilhæfnikaflann. • Í kaflanum um lestur og lesskilning var hæfniviðmiðum fjölgað til að fanga betur viðfangsefnið, til dæmis er eitt hæfniviðmið ætlað lestri upplýsandi texta, annað skálduðum texta og það þriðja lestri í öðrum námsgreinum. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 20, Erlend tungumál, eru nokkur hæfniviðmið nátengd viðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Hæfniviðmið um rauntexta og aðrar námsgreinar má til dæmis nota til samþættingar námsgreina eins og heimilisfræði, stærðfræði, samfélagsgreina og náttúrugreina. Spyrjandi hugarfar, Rökræða, Ályktun, Gagnrýnin hugsun Uppbygging texta, Textategundir og málnotkun, Stafsetning og greinarmerkjasetning Uppbygging texta, Tjáning í texta Dæmi um skyld hæfniviðmið í erlendum tungumálum, lykilhæfni og íslensku eru: 8 9 Persónuleg reynsla, Skapandi ritun Samfelldur texti, Málnotkun, Endursögn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=