Aðalnámskrá grunnskóla - endurskoðun greinasviða kaflar 17-26

Kynningarefni grunnskóla Kynningarefni Aðalnámskrá grunnskóla Endurskoðun greinasviða kaflar 17-26 Helstu breytingar og áherslur

2 3 24 4 6 8 10 22 14 18 16 Helstu breytingar í endurskoðaðri Aðalnámskrá grunnskóla 2024 Mikilvægi 17. kafla fyrir kennslu allra greinasviða Helstu breytingar á kafla 26 | Upplýsinga- og tæknimennt Helstu breytingar á kafla 18 | Lykilhæfni Helstu breytingar á kafla 19 | Íslenska Helstu breytingar á kafla 20 | Erlend tungumál Helstu breytingar á kafla 21 | List- og verkgreinar Helstu breytingar á kafla 25 | Stærðfræði Helstu breytingar á kafla 22 | Náttúrugreinar Helstu breytingar á kafla 24 | Samfélagsgreinar Helstu breytingar á kafla 23 | Skólaíþróttir Efnisyfirlit Aðalnámskrá grunnskóla - Kynningarefni Endurskoðun greinasviða kaflar 17-26 Helstu breytingar og áherslur ISBN 978-9979-0-2960-1 Ritstjórn: Auður Bára Ólafsdóttir og Brynhildur Sigurðardóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2025 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

3 Helstu breytingar í endurskoðaðri Aðalnámskrá grunnskóla 2024 Í kafla 17, um kennslu, nám og námsmat á öllum greinasviðunum koma fram mikilvæg atriði sem allir kennarar þurfa að vinna með. Áhersla er þar lögð á að skóla nýti sjálfstæði sitt til að skipuleggja stundaskrá og vinnu á greinasviðunum eins og hentar stefnu þeirra. Kennsluhættir eiga að vera fjölbreyttir til að mæta ólíkum þörfum nemenda, námsmat þarf að vera leiðbeinandi og viðfangsefni þurfa að höfða til nemenda og miða að því að auka leikni þeirra og þekkingu, orðaforða og námsáhuga. Mikilvægt er að skapa heildstæða samfellu í námi nemenda og gæta þess að líta á hæfniviðmið greinakafla sem samfellda heild því þótt þau séu flokkuð í undirkafla eru fjölmargar skaranir og tengingar á milli ólíkra undirkafla námsgreina og þvert á ólíkar greinar. Allir kennarar verða að taka ábyrgð á því að efla málþroska og læsi allra nemenda. Aðalnámskrá grunnskóla byggir áfram á sex grunnþáttum menntunar og með því að hugsa skólastarf út frá þeim má skapa góða heildarsýn í starfinu. Lykilhæfniviðmiðin gegna mikilvægu hlutverki til að grunnþættirnir birtist í daglegu skólastarfi og að nemendur fái tækifæri til að efla þá hæfni sem nauðsynleg er heilbrigðum borgurum í lýðræðissamfélögum. Í skólum er mikilvægt að tryggja nemendum góðar aðstæður til náms. Í því felst að námsumhverfið sé öruggt, fjölbreytt og styðjandi, að hlustað sé á þarfir og skoðanir barna og að öll samskipti miði að því að efla félagsleg tengsl og námshæfni nemenda. Námsmat. Áhersla er lögð á að kennarar nýti fjölbreyttar aðferðir við mat á stöðu nemenda til að fá sem heildstæðasta mynd af hæfni nemenda. Skipuleggja á kennslu og námsmat út frá hæfniviðmiðum aðalnámskrár með aðferðum leiðsagnarmats. Í því felst að markmið náms eru sýnileg nemendum í daglegu starfi og þeir fá stöðuga og uppbyggilega endurgjöf í námsferlinu. Matsviðmið eru nýtt við frágang lokamats og skólum er skylt að nota A-D matskvarðann við útskrift nemenda úr grunnskóla. Mikilvægi 17. kafla fyrir kennslu allra greinasviða Við endurskoðun Aðalnámskrár 2024 var áhersla lögð á að einfalda og skýra hæfniviðmið og samræma inntak greinakaflanna. Atriði sem eiga við um allar námsgreinar Yfirheiti hafa verið sett fyrir framan öll hæfniviðmið. Þau lýsa á hnitmiðaðan hátt inntaki hæfniviðmiða og tengslum þeirra milli aldursstiga. Gefa fljótlega yfirsýn um efni greinakafla og geta nýst vel við skipulag samþættra verkefna. Lykilhæfni. Lykilhæfni er sú hæfni einstaklingar þurfa að hafa til að geta tekist á við nám og störf í síbreytilegu nútímasamfélagi. Hún snýr að læsi, tjáningu og fjölbreyttri miðlun, sjálfstæði í vinnubrögðum og samvinnu- hæfni, skapandi og gagnrýninni hugsun og ábyrgð í námi. Langflest lykilhæfnitengd hæfniviðmið voru færð úr námsgreinum og inn í eða sameinuð viðmiðum í kafla 18, Lykilhæfni. Í Aðalnámskrá 2024 er aukin áhersla lögð á að lykilhæfni verði samofin öllu námi og kennslu. Í því tilliti hefur verið gefið út stuðningsefni sem birt er á www.adalnamskra.is og nálgast má hér. Ekki eru birt matsviðmið við lykilhæfni. Skólar setja sér viðmið um árangur fyrir alla árganga í lykilhæfni og birta í skólanámskrá og má sjá ýmis dæmi um matskvarða í stuðningsefninu. Matsviðmið. Matsviðmið eru birt fyrir 4., 7. og 10. bekk fyrir allar námsgreinar nema lykilhæfni. Matsviðmið fyrir 10. bekk voru yfirfarin út frá þeim sem birtust í námskránni 2013 og endurskoðuðum hæfniviðmiðum. Matsviðmiðum við lok 10. bekkjar ber skólum að nota við útskrift nemenda úr grunnskóla. Matsviðmiðum við lok 4. og 7. bekkjar er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir skóla og eru sett fram til að styðja við námsmat við lok yngsta og miðstigs. Í inngangsköflum um menntagildi og megintilgang hverrar námsgreinar eru mikilvægar upplýsingar um megintilgang greinarinnar, skipulag hæfniviðmiða og skipulagningu náms og kennslu. Stuðningsefni á vefnum adalnamskra.is. Á nýjum vef aðalnámskrár munu kennarar geta nálgast ítarefni tengt hverju hæfniviðmiði. Fyrst um sinn verður áhersla lögð á að birta þar hvaða hugtök nemendur þurfa að læra í tengslum við hvert hæfniviðmið og sýna dæmi um hvernig hægt sé að sundurliða hæfniviðmiðin í námsmarkmið sem eru afmarkaðri og henta betur í verkefnalýsingum og samtali við nemendur um framvindu náms. Áætlað er að nýr vefur birtist í áföngum árið 2025. 2

Hæfniviðmið um tjáningu, samskipti og miðlun í lykilhæfni eiga sér samsvarandi viðmið í mörgum greinaköflum. Undirkaflinn Skapandi og gagnrýnin hugsun í lykilhæfni tengist hæfniviðmiðum um læsi og gagnrýna hugsun í mörgum greinaköflum. Lykilhæfnikaflarnir um Sjálfstæði og samvinnu og Ábyrgð og mat á eigin námi nýtist við skipulag náms og námsmats í öllum öðrum greinum. Mikilvægt er að hæfniviðmiðið Náms- og starfsfræðsla í lykilhæfnikaflanum sé notað í samþættingu við aðrar námsgreinar þar sem hægt er að fjalla um ólík störf í tengslum við fræðigreinar og hvaða námsleiðir hægt er að fara til að komast í slík störf. Í kafla 18, Lykilhæfni eru nokkur hæfniviðmið nátengd hæfniviðmiðum í kafla 26, Upplýsinga- og tæknimennt auk þess sem skörun er við hæfniviðmið í fleiri köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Lykilhæfni Tjáning, Tillitssemi Upplýsingatækni Undirkaflinn Stafræn borgaravitund Undirkaflinn Sköpun og miðlun Nýting skólasafns, Upplýsingaleit, Greining og úrvinnsla gagna, Heimildanotkun, Friðhelgi og öryggi, Stafrænt fótspor og auðkenni, Virðing í stafrænu umhverfi, Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum, Stafrænn stuðningur, Tölvur og snjalltæki Undirkaflinn Nýting miðla og upplýsinga Miðlun Skipulag og heiti undirkafla: Engin breyting varð á skipulagi kaflans og heitum undirkafla. Nokkur hæfniviðmið voru þó færð milli undirkafla. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Áhersla var lögð á að fækka endurtekningum á hæfniviðmiðum sem tengjast lykilhæfni í öðrum greinaköflum. Hæfniviðmið lykilhæfnikaflans eiga að styðja við alla aðra greinakafla og nýtast til að skipuleggja kennslu sem miðar að því að efla almenna náms- og starfshæfni nemenda. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 21-22 eftir aldursstigum en eru nú 21 á öllum aldursstigum. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og viðmið gerð skýrari. Inntak hæfniviðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á verkefnum, kennsluaðferðir, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Hæfniviðmið um markmiðssetningu eru almennt orðuð og ekki lengur tengd sérstaklega við markmið aðalnámskrár. Þessi hæfniviðmið gegna mjög mikilvægu hlutverki í leiðsagnarmati. • Skýr áhersla á hugarfar vaxtar er komin inn í kaflann. • Hæfniviðmið um náms- og starfsfræðslu fellur nú undir lykilhæfni. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Helstu breytingar á kafla 18 | Lykilhæfni 4 5

Íslenska er fyrsta tungumál flestra nemenda og meginþungi alls náms í grunnskóla snýr að vinnu með tungumálið á einn eða annan hátt. Þegar unnið er með texta, orðaforða og hugtök í náttúru- eða samfélagsgreinum fer þannig fram dýrmætt nám í lestri og lesskilningi og þegar nemendur tjá sig eða kynna verkefni fyrir framan samnemendur þjálfa þau tjáningu og framsögn sem er mikilvægur þáttur í íslenskunáminu. Íslenskan sem námsgrein á þannig marga mikilvæga snertifleti við allar aðrar námsgreinar. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir um, taki ábyrgð á og nýti sér slík tækifæri til samþættingar námsgreina. Yfirheiti í íslensku Tjáning Yfirheiti í lykilhæfni Tjáning, Rökræða Ábyrgð Gagnrýnin hugsun Ályktun, Upplýsingaöflun og miðlanotkun Nýting miðla Tjáning í texta Hlustun og áhorf Lestraraðferðir Orðaforði Orðaforði Skrift og frágangur Sköpunarkraftur Gögn og hjálpartæki Miðlun Sköpun, Leiðsögn Upplýsingaöflun og miðlanotkun Sköpun Helstu breytingar á kafla 19 | Íslenska Skipulag og heiti undirkafla: Við endurskoðun hæfniviðmiða í íslensku var undirköflum fjölgað úr fjórum í fimm. Undirkaflanum Lestur og bókmenntir var skipt upp í tvo kafla: Lestur og lesskilningur og Bókmenntir. Þá hefur heiti undirkaflans Málfræði verið breytt í Mál og málnotkun. Einstök viðmið voru færð í kafla um lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt og önnur tekin út og efni þeirra færð í inngangskafla greinarinnar. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var lestri og lesskilningi gert hærra undir höfði með því að tileinka því einn undirkafla. Þá var reynt að draga úr endurtekningum og áhersla lögð á að viðmið væru skýr og aðgengileg til að vinna með í fjölbreyttri kennslu og námsmati. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Viðmið voru 32-33 eftir aldursstigum en eru nú 25. • Hæfniviðmið tóku margvíslegum breytingum við endurskoðunina og er mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum og efnisatriðum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út. Unnið er að gerð stuðningsefnis á vef aðalnámskrár þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík atri ði ásamt hugtökum sem tengjast efni viðmiðanna með beinum hætti. • Hæfniviðmið um öflun og meðferð heimilda og rafrænan texta voru færð í kaflann Upplýsinga- og tæknimennt. • Hæfniviðmið um samskipti og kurteisi voru færð í kaflann Lykilhæfni. • Hæfniviðmið um gildi íslenskunáms voru felld út og inntak þeirra fært í inngangskafla. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfni í öllu daglegu starfi skóla, flétta viðmið saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina. Við skipulag náms og kennslu í íslensku er mikilvægt að horfa til þess að lykilhæfni komi sem oftast við sögu; hún m.a. nýtt til að ræða og aðstoða nemendur við að temja sér sjálfstæði, ábyrgð, viðhorf og vinnulag. Í kafla 18, Lykilhæfni, eru nokkur viðmið nátengd viðmiðum í íslensku og mikilvægt að nýta slík tækifæri við skipulag náms og kennslu. Dæmi um slík viðmið eru: 6 7

Erlend tungumál Íslenska Almenn samskipti, Tjáning, Flutningur, Framsögn Rauntextar, Aðrar námsgreinar Lykilhæfni Tjáning, Orðaforði, Miðlun, Sköpun Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Orðaforði Spyrjandi hugarfar, Ályktun Framsögn, Tjáning, Hlustun og áhorf Lesskilningur, Lestrarmenning Helstu breytingar á kafla 20 | Erlend tungumál Skipulag og heiti undirkafla: Skipulag kaflans hélst að mestu það sama en breyting varð á heitum tveggja undirkafla, Hlustun varð Hlustun og áhorf og Lesskilningur heitir nú Lestur og lesskilningur. Undirkaflinn Námshæfni var tekinn út þar sem hæfniviðmiðin eiga betur heima í lykilhæfni. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Áhersla var lögð á að auðvelda kennurum að skilja og meta hæfniviðmiðin með einfölduðu orðalagi og skýrari viðmiðum. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 23-24 eftir aldursstigum en eru nú 23 á öllum aldursstigum. Í raun fjölgaði hæfniviðmiðum þar sem Námshæfni kaflinn var tekinn út. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Sum staðar var bætt við hæfniviðmiðum svo að aðeins ein hæfni væri metin í hverju viðmiði. Inntak hæfniviðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á verkefnum, kennsluaðferðir, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmið voru teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Yfirviðmið hvers kafla var tekið út og ný hæfniviðmið búin til sem skýrðu betur innihald sem áður kom fram í yfirviðmiðinu. • Öll hæfniviðmið um námshæfni voru tekin út og gert ráð fyrir að kennarar sæki þau í lykilhæfnikaflann. • Í kaflanum um lestur og lesskilning var hæfniviðmiðum fjölgað til að fanga betur viðfangsefnið, til dæmis er eitt hæfniviðmið ætlað lestri upplýsandi texta, annað skálduðum texta og það þriðja lestri í öðrum námsgreinum. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 20, Erlend tungumál, eru nokkur hæfniviðmið nátengd viðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Hæfniviðmið um rauntexta og aðrar námsgreinar má til dæmis nota til samþættingar námsgreina eins og heimilisfræði, stærðfræði, samfélagsgreina og náttúrugreina. Spyrjandi hugarfar, Rökræða, Ályktun, Gagnrýnin hugsun Uppbygging texta, Textategundir og málnotkun, Stafsetning og greinarmerkjasetning Uppbygging texta, Tjáning í texta Dæmi um skyld hæfniviðmið í erlendum tungumálum, lykilhæfni og íslensku eru: 8 9 Persónuleg reynsla, Skapandi ritun Samfelldur texti, Málnotkun, Endursögn

Sjónlistir • Í sjónlistum var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Sköpun, Greining og úrvinnsla og Menning og umhverfi til að skýra og flokka viðmið eftir efni og inntaki. • Hæfniviðmið voru 11-12 eftir aldursstigum en eru nú 11 á öllum aldursstigum. • Orðalag og inntak hæfniviðmiða helst nánast óbreytt ef frá er talið viðmið um sjónrænt áreiti fyrir 10. bekk sem fellur burt. • Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Tónmennt • Í tónmennt var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Söngur og hljóðfæraleikur, Sköpun og skráning og Hlustun og greining til að skýra og flokka viðmið eftir efni og inntaki. • Hæfniviðmið voru 6-8 eftir aldursstigum en eru nú 12 á öllum aldursstigum. • Umfangsmikil hæfniviðmið voru greind í sundur og einfölduð. Þannig eru nú t.d. ólík hæfniviðmið fyrir hljóðfæraleik á laglínuhljóðfæri og hrynhljóðfæri og ólík hæfniviðmið fyrir tónlistarsköpun í spuna, hljóðfæratónsmíðum og stafrænum tónsmíðum. • Mörg hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni viðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Heimilisfræði • Í heimilisfræði var heitum undirkafla breytt til samræmingar við aðrar verkgreinar. Nú heita kaflarnir Verklag, Lífshættir og Menning og umhverfi. • Hæfniviðmið voru 11 á öllum aldursstigum og helst fjöldi þeirra óbreyttur. • Helstu breytingar á hæfniviðmiðum voru að ráðleggingar frá Landlæknisembættinu voru tengdar inn í kaflann, aukin áhersla lögð á umgengni í eldhúsi í stað heimilis og viðmiði um kolefnisspor var bætt við. • Inntak hæfniviðmiða hélst að öðru leyti óbreytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Skipulag og heiti undirkafla: Í skilgreiningu á verkefninu um endurskoðun greinasviða Aðalnámskrár var skýrt að kaflaheitum greinasviða skyldi ekki breytt. List- og verkgreinar eru því áfram í einum kafla þrátt fyrir ákall úr skólasamfélaginu um aðgreiningu greinasviðanna. Skipulag kaflans hélst að mestu það sama. Heiti námsgreina og skipting þeirra milli kafla er óbreytt. Stærstu breytingarnar sem urðu á skipulagi kaflans eru að sameiginleg hæfniviðmið fyrir allar list- og verkgreinar voru felld út og þannig lögð aukin áhersla á sjálfstæði hverrar greinar fyrir sig. Við endurskoðun matsviðmiða var lögð áhersla á að öll matsviðmið gætu átt við allar greinar kaflans. Sérstakar áherslur við endurskoðun listgreina: Í köflunum þremur um listgreinar, sviðslistir (dans/leiklist), tónlist og sjónlistir, voru settir undirkaflar í samræmi við verkgreinahlutann. Þannig eiga nú allar listgreinarnar undirkafla um sköpun sem er einn af grunnþáttum menntunar og lykilatriði í allri listsköpun. Sérstakar áherslur við endurskoðun verkgreina: Heitum undirkafla í verkgreinum var breytt og þau samræmd. Þannig er nú í öllum verkgreinum undirkafli um verklag og menningu og umhverfi. Breytingar á skipulagi og hæfniviðmiðum: Dans • Í dansi var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Sköpum og túlkun og Samskipti og samvinna. • Hæfniviðmið voru 5-7 eftir aldursstigum en eru nú 6 á öllum aldursstigum. • Helstu breytingar á hæfniviðmiðum snúa að því að aukin áhersla er nú lögð á samskipti í tengslum við dans og dregið úr áherslu á tjáningu og túlkun, sér í lagi á eldri stigum. • Hæfniviðmiðin eru því talsvert breytt og mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Leiklist • Í leiklist var hæfniviðmiðum skipt í undirkaflana Sköpun, Túlkun og Samskipti og samvinna til að skýra og flokka viðmið eftir efni og inntaki. • Hæfniviðmið voru 9 á öllum aldursstigum en eru nú 11 á öllum aldursstigum. • Bætt var við hæfniviðmiðum sem snúa að handritsgerð og leikstíl auk þess sem orðalagi var hnikað lítillega. • Að öðru leyti helst inntak hæfniviðmiða að mestu óbreytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. 10 11 Helstu breytingar á kafla 21 | List- og verkgreinar Meira um List- og verkgreinar

Yfirheiti í dansi Yfirheiti í heimilisfræði Yfirheiti í hönnun og smíði Yfirheiti í textílmennt Yfirheiti í tónlist Yfirheiti í lykilhæfni Yfirheiti í lykilhæfni Yfirheiti í náttúrugreinum Gagnrýni Vinnuferli Umhverfisvitund, Endurnýting Orka og tækni, Hugbúnaður Vinnubrögð Umhverfi, Neytendur, Kolefnisspor Sköpun Virðing Handrit, Vinnuferli, Sviðssetning, Sviðsbúnaður Samstarf Hugtök Útfærsla Endurnýting Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting, Einstaklingurinn og umhverfið Sköpun og skreyting Aðferðir og efni, Útfærsla og tækni, Vinnuferli, Hugmyndavinna Umfjöllun og endurgjöf Mat á tónlist Sjálfstæði Sköpun Spuni, Hljóðfæratónsmíðar, Stafrænar tónsmíðar, Grafísk nótnaskrift, Upptökur og hljóðvinnsla Endurgjöf Rökræða, Ályktun, Gagnrýnin hugsun Spyrjandi hugarfar, Sköpun, Lært af mistökum Tillitssemi, Samvinna, Leiðsögn Hönnun og smíði • Í hönnun og smíði var heitum undirkafla breytt til samræmingar við aðrar verkgreinar. Nú heita kaflarnir Verklag, Sköpun, hönnun og tækni og Menning og umhverfi. • Hæfniviðmið voru 11 á öllum aldursstigum en eru nú 13-15 eftir aldursstigum. • Helstu breytingar felast í viðbótum sem snúa að tæknilegum þáttum sem mikilvægt þykir að fái pláss í aðalnámskrá t.d. með hönnun og teikningu í tölvu, nýtingu ýmissa prentara, skera og smátölva við vinnslu afurða. • Mörg hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Inntak viðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Textílmennt • Í textílmennt var heitum undirkafla breytt til samræmingar við aðrar verkgreinar. Nú heita kaflarnir Verklag, Sköpun, hönnun og tækni og Menning og umhverfi. • Hæfniviðmið voru 11 á öllum aldursstigum en eru nú 12-13 eftir aldursstigum. • Helstu breytingar á hæfniviðmiðum voru að umfangsmikil hæfniviðmið voru einfölduð og bætt við viðmiði um notkun tækni greininni. Þá er hugtakið hringrásarhagkerfi kynnt til sögunnar í viðmiði um endurnýtingu. • Að öðru leyti hélst orðalag og inntak hæfniviðmiða að mestu óbreytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 21, List- og verkgreinar er fjöldi viðmiða nátengdur hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Nokkur dæmi um slíkar tengingar eru: 12 13 Yfirheiti í leiklist Yfirheiti í sjónlistum

Lykilhæfnikaflarnir um Sjálfstæði og samvinnu, Nýtingu miðla og upplýsinga og Ábyrgð og mat á eigin námi fjalla um vinnubrögð sem mikilvægt er að huga að í skipulagi náttúruvísindakennslu. Nokkur hæfniviðmið skarast verulega við samfélagsgreinar. Þó hæfniviðmiðin skarist er nálgun að þeim ólík eftir námsgreinunum. Í náttúrugreinum er meira fjallað um líffræði og vistfræði á meðan í samfélagsgreinum er meira skoðað hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinginn og/eða samfélagið. Yfirheiti hæfniviðmiða sem skarast milli kaflanna eru: Hæfniviðmið með yfirheitinu Heilsa skarast við hæfniviðmiðið Heilsuefling í kaflanum um skólaíþróttir. Helstu breytingar á kafla 22 | Náttúrugreinar Skipulag og heiti undirkafla: Skipulagi kaflans var breytt verulega og undirkaflar eru nú sex í stað tíu. Kaflanum var breytt til samræmis við skipulag náttúruvísinda á efri skólastigum. Öllum undirkaflaheitum var breytt og heita þeir nú: Vinnulag náttúruvísinda, Umhverfið, Lífið, Efnin, Orkan og Alheimurinn. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var lögð áhersla á að námskráin endurspegli betur undirgreinar náttúruvísinda. Í hæfniviðmiðum fyrir yngsta stig var lögð áhersla á verklega vinnu og athuganir í nánasta nágrenni nemenda. Áhersla er lögð á að efla náttúruvísindalæsi með hæfniviðmiðum sem ýta undir fjölbreyttan lestur, ritun, gagnrýna hugsun og samræðu. Kaflinn um vinnulag náttúruvísinda tekur mið af áherslum sem birtar hafa verið fyrir PISA prófanir á næstu árum. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 51 á öllum aldursstigum en eru nú 47-49 eftir aldursstigum, færri á yngsta stigi. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Inntak sumra hæfniviðmiða er þó lítið breytt en önnur bættust við þar sem flest viðmið eldri námskrár voru umhverfis- og líffræðitengd. Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Mörg hæfniviðmið í eldri námskrá fjölluðu um umhverfið og áhrif mannsins á það. Efnislega var ekkert tekið út en markmiðum fækkað og þau einfölduð. • Líkt og í fleiri námsgreinum fjallar fyrsti undirkaflinn um vinnulag í greininni. • Fjölmörg hæfniviðmið bættust við sem snúa að eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði og jarðfræði. Sem dæmi má nefna hæfniviðmið með yfirheitin: Uppbygging efna, Varðveisla massa, Lotukerfið, Efnajöfnur, Orka, Varmi og Bylgjur. • Hæfniviðmið á sviði jarðfræði og veðurfræði voru flutt úr samfélagsgreinum og koma inn í undirkaflana Alheimurinn og Umhverfið. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 22, Náttúrugreinar, eru nokkur hæfniviðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Náttúrugreinar Hugtök Miðlun Athuganir Læsi á gögn og náttúruvísindatexta Vísindaleg vinnubrögð Lykilhæfni Orðaforði Miðlun Ályktun Spyrjandi hugarfar, Lært af mistökum, Rökræða, Ályktun, Gagnrýnin hugsun Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Orðaforði Miðlun, Sjálfstæði, Samvinna, Leiðsögn Náttúrugreinar Tengsl vísinda, tækni og menningar Kynheilbrigði Einstaklingurinn og umhverfið, Geta til aðgerða Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting Heilsa Samfélagsgreinar Heimabyggð, Áhrif mannsins Virðing, Kynjafræði Auðlindir, Sjálfbær þróun Þarfir Geta til aðgerða 14 15 Lykilhæfni er nátengd mörgum hæfniviðmiðum í Vinnulagi náttúruvísinda: Eðli vísindalegrar þekkingar

Hér í töflu má sjá þau viðmið sem skarast á við inntak viðmiða í lykilhæfni, samfélagsgreinum og náttúrugreinum Helstu breytingar á kafla 23 | Skólaíþróttir Skipulag og heiti undirkafla: Fjöldi undirkafla er fimm en ekki fjórir líkt og áður því hæfniviðmið tengd sundkennslu eru nú í sér undirkafla sem ber heitið Sund. Kaflinn Heilsa og efling þekkingar varð Heilsa og heilsuefling og kaflinn Öryggi og skipulagsreglur varð Öryggi og hreinlæti. Einstök hæfniviðmið voru færð úr einum undirkafla í annan til samræmis við breytingar á kaflaheitum. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Helsta markmiðið í endurskoðun hæfni- viðmiða í skólaíþróttum var að gera þau aðgengilegri fyrir kennara og auðvelda skipulag náms og kennslu út frá viðmiðunum. Breytingar á skipulagi kaflans og orðalagi hæfniviðmiða fela þó ekki í sér neina grundvallarbreytingu á inntaki hæfniviðmiða. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Viðmið voru 19-20 eftir aldursstigum en eru nú 33-35 eftir aldursstigum og hefur því fjölgað. Aðalástæða þessa er tilkoma nýs kafla þar sem öll hæfniviðmið tengd sundi eru nú undir sama hatti. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Í sumum tilvikum var hæfniviðmiðum bætt við til að skýra, einfalda og minnka umfang viðmiðs. Inntak hæfni- viðmiða er þó lítið breytt en mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á verkefnum, kennsluaðferðir, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Orðið leikni var sett inn í kaflann Líkamsvitund, leikni og afkastageta í stað orðsins færni. • Hæfniviðmið sem fjallar um að rökræða kynheilbrigði, kyn- og staðalímyndir, afleiðingar eineltis og að taka virka afstöðu gegn ofbeldi var talið eiga heima í öðrum köflum svo sem lykilhæfni, náttúrugreinum og samfélagsgreinum og er viðmiðinu gerð góð skil þar í nokkrum hæfniviðmiðum. • Aukin áhersla er nú á útivist með tveimur hæfniviðmiðum sem fjalla um útbúnað, skipulag og öryggi í útivist. Hæfniviðmið um kortalæsi voru færð í samfélagsgreinakaflann. • Líkt og fram kom hér að ofan var kafla um sund bætt við og fleiri viðmið um sund bættust einnig við þau sem fyrir voru, helsta áherslan var á skilgreiningu á sundtegundum og viðmið um færni á hverju aldursstigi. Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 23, Skólaíþróttir eru nokkur viðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Yfirheiti í skólaíþróttum Yfirheiti í skólaíþróttum Yfirheiti í skólaíþróttum Virkni Útivistarbúnaður, útivist Líffræði-þekking Markmiðasetning, íþróttir, heilsurækt, hreyfifærni Leikreglur Heilsuefling Leikreglur, háttvísi Tilfinningar Öryggisreglur Tilfinningar Tilfinningar Heilsuefling Yfirheiti í lykilhæfni Yfirheiti í samfélagsgreinum Yfirheiti í náttúrugreinum Sjálfstæði, samvinna Kortalæsi Líffræði og líffærakerfi Markmiðasetning, árangur og sjálfsþekking Samstarf Tilfinningar Heilsa Leiðsögn Þarfir Reglur Hugarfar Slysavarnir 16 17

Samfélagsgreinar Hugtök Skoðanamyndun Upplýsingalæsi Hugarfar og Sjálfsþekking Miðlun Lýðræðislegt samstarf Gagnrýnar umræður Lykilhæfni Orðaforði Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Spyrjandi hugarfar, Rökræða og Gagnrýnin hugsun Áreiðanleiki, Upplýsingaöflun og miðlanotkun, og Vandvirkni og nákvæmni Sjálfsþekking, Markmiðasetning, Ígrundun og Náms- og starfsfræðsla Miðlun Samvinna og Samstarf Ályktun 18 Helstu breytingar á kafla 24 | Samfélagsgreinar Skipulag og heiti undirkafla: Skipulagi kaflans var breytt verulega og undirköflum fjölgað úr þremur í sex til að auðvelda yfirsýn og uppflettingu hæfniviðmiða. Öllum undirkaflaheitum var breytt og heita þeir nú: Vinnulag samfélagsgreina, Sjálfsmynd, Siðferði og trú, Borgaravitund, Saga og Jörðin okkar. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var lögð áhersla á að námskráin sýni mikilvægi samfélagsgreina tengt læsi og gagnrýninni hugsun og hæfniviðmið í kaflanum Vinnulag samfélagsgreina taka mið af þessu. Í hæfniviðmiðum er lögð áhersla á þróun góðs hugtakaskilnings, upplýsingalæsis, gagnrýninnar umræðu, samkenndar og hæfni til þátttöku í lýðræðislegu samstarfi. Til að mæta þjóðfélagsumræðu er nú aukin áhersla á geðheilbrigði, fjármálalæsi og sjálfbærni í samfélagsgreinakaflanum. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 54 á hverju aldursstigi en eru nú 44. • Lang flest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Mikilvægt að skólar og kennarar rýni þau vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út og unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Líkt og í fleiri námsgreinum fjallar fyrsti undirkaflinn um vinnulag í greininni. • Hæfniviðmið um mótun lands og veðurfar voru færð yfir í náttúrugreinar. • Hæfniviðmið sem fjölluðu um skilning á Biblíunni var fækkað verulega. • Flest hæfniviðmið sem virðast ný byggja í raun á þeim hæfniviðmiðum sem fyrir voru. Fjölmörg hæfniviðmið voru sameinuð eða tekin í sundur og oft mikið endurorðuð til að passa undir eitt yfirheiti. • Þau hæfniviðmið sem helst geta talist sem viðbót eða eru umtalsvert breytt eru hæfniviðmið með yfirheitin: Skoðanamyndun, Lýðræðislegt samstarf, Þarfir, Hugarfar, Virðing, Staðalmyndir, Umferðarreglur, Áhrif sögu á samtímann, Samneysla, Samfélög, Neyslusamfélagið og Ábyrgð á náttúruvernd. 19 Tengsl lykilhæfninnar við aðra greinakafla: Samfélagsgreinar tengjast öllum öðrum námssviðum innan skólans enda er í þeim kafla meðal annars að finna þau hæfniviðmið sem áður töldust undir lífsleikni. Skipulag endurskoðaðra hæfniviðmiða býður upp á mikla samþættingu við önnur fög. Í kafla 18, Lykilhæfni, eru nokkur hæfniviðmið nátengd hæfniviðmiðum samfélagsgreina og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Dæmi um skyld hæfniviðmið eru: Meira um samfélagsgreinar.

Helstu breytingar á kafla 24 | Samfélagsgreinar Samfélagsgreinar Heimabyggð, Áhrif mannsins Upplýsingalæsi Virðing, Kynjafræði Þarfir, Tilfinningar, Hugarfar Geta til aðgerða Náttúrugreinar Orðaforði Tjáning, Tillitssemi, Samskipti, Spyrjandi hugarfar, Rökræða og Gagnrýnin hugsun Auðlindir, Sjálfbær þróun Miðlun Sjálfsmyndin, Borgaravitund Náttúrugreinar Tengsl vísinda, tækni og menningar Öll viðmið í undirkaflanum Upplýsinga- og miðlalæsi Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting Öll viðmið í undirkaflanum Sköpun og miðlun Öll viðmið í undirkaflanum Stafræn borgaravitund Heilsa Einstaklingurinn og umhverfið, Geta til aðgerða Samfélagsgreinar Hugtök Gagnrýnar umræður Kynheilbrigði Á meðan hæfniviðmið samfélagsgreina snúa aðallega að efnisatriðum snúa ýmis hæfniviðmið í íslensku og öðrum tungumálum að læsi og vandaðri tjáningu. Dæmi um hæfniviðmið í íslensku, sem mikilvægt er að samþætta inn í verkefnavinnu samfélagsgreina, eru hæfniviðmið með yfirheitin Framsögn, Tjáning, Hlustun og áhorf, Nýting miðla, Orðaforði, Lesskilningur, Uppbygging texta, Tjáning í texta, Stafsetning og greinarmerkjasetning. Í kafla 22, Náttúrugreinar, eru mörg hæfniviðmið nátengd viðmiðum í samfélagsgreinum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Miklar tengingar umhverfismála og sjálfbærni, heilsu, kynheilbrigðis og gagnrýninnar hugsunar. Dæmi um skyld hæfniviðmið eru: Í kafla 26, Upplýsinga- og tæknimennt, eru einnig mörg hæfniviðmið nátengd viðmiðum í samfélagsgreinum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: 20 Upplýsinga- og tæknimennt Samfélagsgreinar 21

Helstu breytingar á kafla 25 | Stærðfræði Skipulag og heiti undirkafla: Breyting var gerð á skipulagi kaflans þ.e. undirköflum var fækkað úr sjö í fimm. Undirkaflar í stærðfræðikafla aðalnámskrár frá 2013, sem sneru að almennum viðmiðum um stærðfræðilega hæfni, þ.e. Að geta spurt og svarað með stærðfræði, Að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar og Vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar eru ekki birtir í sömu mynd. Áherslur þessara kafla eru nú sóttar í kafla 18, Lykilhæfni, undirkaflann Vinnulag stærðfræðinnar og kafla 25.1 Menntagildi og megintilgangur stærðfræði. Fjöldi og heiti kafla sem snúa að ólíkum sviðum stærðfræðinnar er óbreytt og þeir eru: Tölur og reikningur, algebra, rúmfræði og mælingar, tölfræði og líkindi. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðunina var áhersla lögð á að setja fram skýr hæfniviðmið og ákveðinn ramma utan um þá þætti stærðfræðinnar sem leggja skuli áherslu á í grunnskólanum. Fyrstu þrír kaflarnir voru sameinaðir í einn um vinnulag stærðfræðinnar með það að leiðarljósi að það verði einfaldara og skýrara fyrir kennara að vinna með þessi tilteknu hæfniviðmið. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 36-38 eftir aldursstigum en eru nú 32-36 eftir aldursstigum, fæst á yngsta stigi. Hvert og eitt viðmið hefur fengið yfirheiti. • Flest hæfniviðmiðin byggja á viðmiðum úr námskránni frá 2013 en sum hafa þó verið sameinuð og önnur tekin í sundur. Orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út. Unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. • Hæfniviðmið um Reiknihugsun og forritun er nú komið inn á öllum aldursstigum. Orðalag hæfni- viðmiðanna er nokkuð opið og getur nýst í öllum sviðum stærðfræðinnar; tölum og reikningi, algebru, tölfræði og líkindum sem og rúmfræði og mælingum. • Hæfniviðmið um Fjármál var fært milli undirkafla og heyrir nú undir Tölur og reikningur. • Hæfniviðmið er varða Námundun er nú á öllum aldursstigum. • Hæfniviðmið sem snertir Þróun aðferða var sameinað úr nokkrum öðrum viðmiðum af svipuðum toga og er nú að finna í kaflanum Vinnulag stærðfræðinnar. • Hæfniviðmiðum í algebru fjölgaði úr þremur í fimm til sjö eftir aldursstigum. Viðmið sem áður voru efnismikil hafa verið aðgreind niður í fleiri viðmið. • Hæfniviðmiðum í Rúmfræði og mælingum fjölgaði úr sjö í níu á yngsta og miðstigi. Viðmið sem áður voru efnismikil hafa verið aðgreind niður í fleiri viðmið. • Hæfniviðmið er varða tíma og tímaeiningar má nú finna á öllum aldursstigum. • Hæfniviðmið með yfirheitin Sannanir og Hnitakerfi hafa tekið nokkrum breytingum og heyra nú undir Vinnulag stærðfræðinnar annars vegar og Algebru hins vegar. Tengsl við lykilhæfni og aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmiðin í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 25, Stærðfræði eru nokkur viðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar. Lykilhæfniviðmiðin tengjast mörgum hæfniviðmiðum í stærðfræði. Sem dæmi má nefna viðmið sem tengjast tjáningu, orðaforða, tillitssemi, samskiptum, upplýsingaöflun og miðlun af ýmsu tagi, sköpun, rökræðu, ályktun, ígrundun, samvinnu og samstarfi. Þessi og fleiri viðmið lykilhæfninnar tengjast einnig áherslu í kafla 25.1 Menntagildi og megintilgangur stærðfræði á að kenna stærðfræðilega hugsun. Þar kemur meðal annars fram mikilvægi þess að nemendur þrói með sér jákvætt viðhorf til stærðfræðilegra viðfangsefna, öðlist trú á eigin getu og séu meðvitaðir um að mistök skapa tækifæri til náms. Viðmið í undirkafla lykilhæfninnar Ábyrgð og mat á eigin námi fjalla meðal annars um hugarfar vaxtar og hafa mikið gildi í stærðfræðinámi. Með samþættingu við lykilhæfniviðmiðin er einnig stuðlað að uppbyggingu öflugs námssamfélags þar sem borin er virðing fyrir hugmyndum allra. Hæfniviðmið í undirkaflanum Vinnulag stærðfræðinnar tengjast fjölmörgum lykilhæfniviðmiðum í undirköflunum Tjáning og miðlun, Skapandi og gagnrýnin hugsun og Sjálfstæði og samvinna. Mikilvægar tengingar eru milli hæfniviðmiða í stærðfræði og upplýsinga- og tæknimennt: Mikilvægar tengingar eru milli hæfniviðmiða á sviði fjármálalæsis í nokkrum námsgreinum. Í stærðfræðikaflanum ber hæfniviðmiðið yfirheitið Fjármál. Í samfélagsgreinum eru tvö skyld viðmið: Fjármál einstaklings og Samneysla og í heimilisfræði er hæfniviðmiðið Kostnaður. 22 23 Stærðfræði Reiknihugsun og forritun Myndrit Gagnavinnsla Verkfæri og hlutbundin gögn Upplýsinga- og tæknimennt Notkun hugbúnaðar og einföld forritun Stafrænn stuðningur Vinnsla tölulegra gagna Greining og úrvinnsla gagna

24 25 Helstu breytingar á kafla 26 | Upplýsinga- og tæknimennt Skipulag og heiti undirkafla: Skipulag kaflans var einfaldað og skýrt. Undirköflum var fækkað úr fimm í fjóra. Kafli um vinnulag og vinnubrögð var felldur út og sameinaður lykilhæfnikaflanum. Heiti undirkafla voru endurskoðuð til að endurspegla betur nútímalega nálgun á upplýsinga- og tæknimennt og eru nú: Upplýsinga- og miðlalæsi, Sköpun og miðlun, Stafræn borgaravitund, Lausnaleit. Sérstakar áherslur við endurskoðun greinasviðsins: Við endurskoðun kaflans var lögð sérstök áhersla á skýrari tengingu við lykilhæfni í gegnum alla námsgreinina og samþættingu við aðrar námsgreinar. Upplýsinga- og tæknimennt er lifandi námsgrein sem þarf að fléttast inn í allt skólastarf. Í þessu samhengi, og í samræmi við lög um grunnskóla, er til dæmis lögð aukin áhersla á eflingu skólasafna sem upplýsingamiðstöðva fyrir fjölbreytta miðlun og stafrænt læsi. Við endurskoðunina var tekið mið af örum tæknibreytingum og áhersla lögð á að skýrari hæfniviðmið um nýja tækni og stafrænt umhverfi séu í samræmi við þær. Heildstæð nálgun var tekin á stafræna borgaravitund með áherslu á uppbyggilega og heilbrigða notkun stafrænna miðla. Breytingar á hæfniviðmiðum: • Hæfniviðmið voru 17-18 eftir aldursstigum en nú eru 20 viðmið á öllum aldursstigum. • Langflest hæfniviðmið tóku breytingum, orðalag var einfaldað og hæfniviðmið gerð skýrari. Inntak hæfniviðmiða hefur verið uppfært til að endurspegla tækniþróun og mikilvægt er að skólar og kennarar rýni hæfniviðmiðin vel og endurskoði og uppfæri val á námsefni, verkefni, námsmat og skólanámskrár til að taka rétt viðmið inn í starfið. • Víða voru upptalningar á hugtökum sem falla undir hæfniviðmiðið teknar út. Unnið er að gerð stuðningsefnis á vef þar sem kennarar geta nálgast skýrari upplýsingar um slík hugtök. Hæfniviðmið/efnisflokkar sem voru teknir úr kaflanum: • Aðskilin hæfniviðmið um vinnulag/vinnubrögð og tækni/búnað voru sameinuð í nýja flokknum Lausnaleit. • Eldri kafli um siðferði og öryggismál var endurhugsaður og útfærður með mun víðtækari hætti í nýja flokknum Stafræn borgaravitund. Þessi breyting endurspeglar aukna áherslu á ábyrga og gagnrýna netnotkun, persónuvernd og friðhelgi í stafrænu umhverfi, stafrænt fótspor og áhrif þess á daglegt líf, jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan, virðingu og öryggi í stafrænum samskiptum, gagnrýna hugsun gagnvart upplýsingum og áróðri á netinu. Hæfniviðmið/efnisflokkar sem bættust inn í kaflann: • Ný hæfniviðmið um notkun gervigreindar og gagnabanka við upplýsingaleit. • Skýrari hæfniviðmið um stafræna borgaravitund og netöryggi. • Heildstæðari nálgun á heilsu og vellíðan í tengslum við tækninotkun. • Ný hæfniviðmið um forritun og lausnaleit. Tengsl við lykilhæfni og aðra greinakafla: Vinna á með lykilhæfniviðmið í öllu daglegu starfi skóla, flétta þau saman við vinnu með hæfniviðmið annarra námsgreina og nýta þau til að ræða ábyrgð, viðhorf og vinnulag við nemendur og foreldra. Í kafla 26, Upplýsinga- og tæknimennt, eru nokkur viðmið nátengd hæfniviðmiðum í öðrum köflum og mikilvægt að nýta slík tækifæri til samþættingar: Hæfniviðmiðið Forritun er tengt viðmiðunum Reiknihugsun og forritun í stærðfræðikaflanum, Hugbúnaður í kaflanum um hönnun og smíði og Tækni í kaflanum um textílmennt. Mikilvægt er að samnýta þessi hæfniviðmið í skipulagi náms. Undirkaflinn Upplýsinga- og miðlalæsi tengist hæfniviðmiðum sem fjalla um læsi og miðlun í mörgum öðrum námsgreinum. Upplýsingatækni Upplýsingaleit Undirkaflinn Sköpun og miðlun Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum Nýting skólasafns, Upplýsingaleit, Greining og úrvinnsla gagna, Heimilda- notkun, Friðhelgi og öryggi, Stafrænt fótspor og auðkenni, Virðing í stafrænu umhverfi, Samskiptareglur, orðræða og virðing í stafrænum samskiptum, Stafrænn stuðningur, Tölvur og snjalltæki Undirkaflinn Stafræn borgaravitund Greining og úrvinnsla gagna Lykilhæfni Spyrjandi hugarfar Ályktun Tjáning, Tillitssemi Miðlun, Sköpun Tillitssemi, Samvinna Undirkaflinn Nýting miðla og upplýsinga

40760

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=