16.1.4 Undanþágur frá skólasókn FORELDRAR • geta sótt um tímabundna undanþágu frá skólasókn barns síns í: o einstökum námsgreinum og námssviðum eða o að öllu leyti • bera ábyrgð á í öllum tilvikum, fái þeir umbeðna undanþágu, að nemandi vinni það sem hann kann að hafa misst úr námi samkvæmt upplýsingum frá skóla SKÓLASTJÓRI • ber ábyrgð á að meta aðstæður í hverju undanþágu- máli og hvort ástæða sé þess eðlis að eðlilegt þyki að veita undanþágu • aflar nægra upplýsinga um stöðu barns, til dæmis með samráði við umsjónarkennara Langvarandi fjarvistir barna frá skóla, vegna tímabundinna undanþága að ósk foreldra, eiga ekki að hafa áhrif á skólastarfið í heild sinni eða á nám annarra nemenda. Sveigjanleiki vegna samvinnu skóla og annars skipulagðs starfs á skólatíma • gæta þarf að því að nemandi fari ekki úr sömu kennslustunda á sama tíma í hverri viku • hafa þarf að leiðarljósi að það sem er barni fyrir bestu hafi ávallt forgang og réttur þess til menntunar skerðist ekki • kanna þarf vilja barnsins og hafa það með í ráðum í ferlinu þegar fyrirkomulag er valið • ef undanþága er veitt vegna annars náms á skólatíma skal liggja fyrir skriflegt samþykki foreldra, barns og skóla • í samþykkinu komi fram hvernig foreldrar rækja ábyrgð á því að barn geti unnið upp það nám sem tapast Gildar ástæður þurfa að vera fyrir hendi sæki barn ekki skóla. 1. alvarleg veikindi, dauðsföll eða önnur áföll í nærumhverfi barns 2. ferðalög á vegum skóla eða í samstarfi við skóla, innan- eða utanlands 3. þátttaka í afreksverkefnum á sviði íþrótta, lista eða starfi ungmennaráða Undanþágum frá skólasókn skal ávallt markaður tími sem ekki varir lengur en nauðsyn ber til. 7
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=