Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

16.1.3 Sjúkrakennsla SJÚKRAKENNSLA • allir nemendur eiga rétt á kennslu við hæfi án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis • nemandi sem að mati læknis getur lagt stund á nám en ekki sótt skóla, vegna slyss eða langvarandi veikinda, á rétt á sjúkrakennslu á heimili sínu eða á sjúkrastofnun • lengd daglegrar eða vikulegrar sjúkrakennslu skal miðast við ástand og þrek nemandans • ákvæði um sjúkrakennslu tekur ekki til tilfallandi veikinda nemenda og má í því sambandi almennt lita til veikinda sem standa skemur en viku • nýta skal fjölbreyttar aðferðir við skipulag og útfærslu sjúkrakennslu að höfðu samráði við nemandann eftir því sem kostur er • ekki er gert ráð fyrir að sjúkrakennsla komi í stað staðbundins náms að umfangi • nemandi skal eiga þess kost að tengjast skólanum og umsjónarhópi sem best eftir því sem aðstæður og ástand hans leyfir SKÓLASTJÓRI • ákveður í samráði við lækni og foreldra, umfang og nánara fyrirkomulag sjúkrakennslu • stendur undir þeirri ábyrgð sveitarfélaga að viðeigandi sjúkrakennsla sé veitt • ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskrár til lengri eða skemmri tíma fyrir viðkomandi nemanda, þar sem tekið er mið af aðstæðum, veikindum og þörfum nemandans • ber ábyrgð á að nemandi fái tækifæri til að tjá sig, með hliðsjón af aldri og þroska, áður en fyrirkomulag og skipan sjúkrakennslu er ákveðið Markmið sjúkrakennslu er að nemandi missi sem minnst af kennslu og verði ekki af tækifærum til náms vegna slyss eða langvarandi veikinda. FJARKENNSLA Kennsla sem fer fram á netinu eftir ákveðnu skipulagi eða kennsluáætlun. Stundum er gert ráð fyrir rauntímaþátttöku, t.d. á netinu. DREIFNÁM Nám sem fer að mestu fram eins og fjarnám á netinu en með staðbundnum lotum nokkrum sinnum á önn. Oft notað í verklegum greinum. SVEITARFÉLAG • sveitarfélag viðkomandi nemanda ber ábyrgð á sjúkrakennslu • sjúkrakennsla getur að hluta til farið fram sem fjarkennsla eða dreifnám undir leiðsögn kennara og með eftirfylgni foreldra eða starfsfólks sjúkrastofnana að höfðu samráði við grunnskóla viðkomandi nemanda 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=