Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

16.1.1 Undanþágur frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein BÖRN Með vísan til rétts barna til menntunar er gert ráð fyrir að ríkar ástæður þurfi að vera fyrir hendi svo undanþága frá skyldunámi sé veitt. STJÓRNVALDSÁKVÖRÐUN Ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana t.d. veiting eða synjun leyfa. Viðmið um verklag vegna beiðni um undanþágu frá skyldunámi 1. Skrifleg, rökstudd umsókn foreldra og nemenda og mat sérfræðings ef við á. 2. Skólastjóri aflar upplýsinga frá umsjónarkennara og skólaþjónustu eftir því sem talin er þörf. 3. Skólastjóri svarar erindi skriflega. SKÓLASTJÓRI • skólastjóra er samkvæmt grunnskólalögum heimilt að veita nemanda undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því • skólastjóra er veitt svigrúm til mats á því hvað teljast gildar ástæður fyrir því að veita undanþágu frá skyldunámi • beiðnir um undanþágu skulu berast skriflega til skóla • veiting undanþága frá skyldunámi er stjórnvaldsákvörðun og skal því ávallt gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við töku slíkra ákvarðana Gild rök fyrir undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein eða námsgreinum geta verið: • ef nemandi er með miklar stuðningsþarfir og/eða tímabundnar persónulegar áskoranir • ef nemandi er með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn • ef nemandi hefur sýnt afburðaárangur á ákveðnu sviði 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=