Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

NEMENDUR • þurfa að ljúka öllu námi grunnskóla samkvæmt aðalnámskrá áður en þeir útskrifast úr grunnskóla á skemmri tíma en tíu árum Meginreglur um skólaskyldu grunnskólabarna og undanþágur frá skólaskyldu • skólaskylda barns í grunnskóla hefst að jafnaði á því almanaksári sem það verður sex ára • skólaskylda barna er tíu ár og er börnum á skólaskyldualdri skylt að sækja grunnskóla og stunda fullt nám • öll börn eiga rétt á menntun og ber að tryggja þeim jöfn tækifæri til menntunar • ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til að veita undanþágu frá skólaskyldu og eru undanþágur skýrðar mjög þröngt • skólasamfélaginu í heild ber að vinna markvisst að því að börn njóti farsællar menntunar FORELDRAR • geta átt frumkvæði að umsókn um tímabundna undanþágu frá skólasókn fyrir barn sitt, í samráði við skólann o í einstökum námsgreinum o eða að öllu leyti • geta átt frumkvæði að undanþágu um skólasókn fyrir barn sitt þ.e. að flýta eða seinka skólabyrjun um eitt ár SKÓLASTJÓRI • getur veitt undanþágur og samþykkt frávik frá skólaskyldu. • fimm mismunandi ástæður fyrir undan- þágum og frávikum frá skólaskyldu eru o undanþága frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein o viðurkenning á námi utan grunnskóla o sjúkrakennsla o undanþágur frá skólasókn o óútskýrðar fjarvistir og skólaforðun • getur með samkomulagi við foreldra heimilað undanþágu frá skólaskyldu með því að flýta eða seinka skólabyrjun nemanda um eitt ár en sú ákvörðun byggist á mati skólaþjónustu með hag barns að leiðarljósi 16.1 Undanþágur og frávik frá skólaskyldunámi GRUNNSKÓLALÖG • í grunnskólalögum, 15. gr., eru ákvæði sem heimila undanþágur frá skólaskyldu og fyrirmælum aðalnámskrár • grunnskólalög, 15. gr., heimila sveitarfélögum að uppfylla skólaskyldu í sjálfstætt reknum grunnskólum, með námi í alþjóðaskóla, þróunarskóla eða með heimakennslu • með grunnskólalögum er ábyrgð hvers sveitarfélags ljós þegar kemur að menntun allra barna 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=