Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

Kafli 16 – Undanþágur frá aðalnámskrá Ráðuneyti mennta- og barnamála fer með yfirstjórn með málefnum grunnskóla gagnvart sveitarfélögum. Ráðherra fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum eftir því sem grunnskólalög kveða á um, þar á meðal vegna ákvarðana sem tengjast undanþágum frá aðalnámskrá. 16 Undanþágur frá aðalnámskrá SVEITARFÉLÖG og rekstur grunnskóla • með grunnskólalögum er ábyrgð hvers sveitarfélags ljós þegar kemur að menntun allra barna • sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri og faglegu starfi grunnskóla hvort sem grunnskóli er rekinn af sveitarfélagi, gerður sé samningur við einkaaðila eða grunnskóli sé rekinn með öðrum hætti SVEITARFÉLÖG og skólaskylda • skólaskylda hefst að jafnaði á því almanaksári sem barn verður sex ára • skólaskyldu er unnt að fullnægja í grunnskólum á vegum sveitarfélaga, í sjálfstætt reknum grunnskólum eða með öðrum viðurkenndum hætti samkvæmt grunnskólalögum, þ.e. með námi í alþjóðaskóla, þróunarskóla eða heimakennslu, sjá kafla 16.2 • huga þarf sérstaklega að velferð, öryggi, aðbúnaði og réttindum barna þegar um er að ræða aðrar leiðir til að fullnægja skólaskyldu en í grunnskóla á vegum sveitarfélags • sveitarfélögum er skylt að sjá öllum skólaskyldum börnum með lögheimili í sveitarfélaginu og barna sem ráðstafað hefur verið í fóstur til fósturforeldra sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, skólavistar • sveitarstjórn skal kveða á um skólaskyldu barna sem búa í sveitarfélaginu en lögheimili liggur ekki fyrir og leitað hefur verið eftir innritun þess í skóla • sveitarfélög og Vinnumálastofnun skulu tryggja menntun barna sem sækja um alþjóðlega vernd Endurskoðaður kafli SKÓLASTJÓRAR | KENNARAR | STARFSFÓLK SKÓLA • bera ábyrgð á að bregðast við vísbendingum um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna • bera ábyrgð á að leiðbeina foreldrum og/eða barni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna FORELDRAR • bera ábyrgð á að börn þeirra innritist í og sæki skóla • gæta hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri og eiga samráð við skólann um skólagöngu þeirra • bera ábyrgð á námi barna sinna og nær sú ábyrgð jafnframt til þess tíma sem þau eru fjarverandi frá skóla • eiga að stuðla að því að börn þeirra stundi nám sitt og virði skólaskyldu til daglegrar skólasóknar án undantekninga nema eðlileg forföll eins og veikindi hamli • eiga að fylgjast með námsframvindu barna sinna í samvinnu við þau og kennara • skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna, sem og í skólastarfinu almennt í samráði við umsjónarkennara og skólastjórnendur BÖRN • að sækja skóla er bæði fortakslaus réttur og skylda barna á skólaskyldualdri og ábyrgð foreldra í þeim efnum er skýr. 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=