Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

VEGNA KAFLA 7.15 ER VÍSAÐ TIL • Toledo sáttmálans um skólastarf og kennslu ólíkra trúarbragða og lífsskoðana | Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) • Meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga | Mennta- og menningarmálaráðherra, 2013 LÝÐRÆÐISMENNTUN Í lýðræðismenntun er fyrst og fremst lögð áhersla á lyðræðisleg réttindi og skyldur og virka þátttöku hvað varðar borgaraleg, stjórnmálaleg, félagsleg, fjárhagsleg, lagaleg og menningarleg svið samfélagsins. Sáttmáli Evrópuráðs um lýðræðis- og mannréttindamenntun. FJÖLMENNING Fjölmenning er menning þar sem ólíkir menningarstraumar mætast, víxlast og hafa áhrif hver á annan og ólíkt fólk (til dæmis vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, trúar, siða, tungumáls, stéttar og fötlunar) býr og starfar saman. Kaflinn er hluti af kafla 7, Nám og kennsla, en þar eru dregnar fram megináherslur um nám og kennslu í 15 undirköflum. Efni kaflanna á að stuðla að því að hver nemandi nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Atriðin eiga að vera leiðandi í skólastarfi og vera kennurum og stjórnendum skóla leiðsögn við skipulag náms og kennslu. Hverjum skóla er ætlað að útfæra atriði kaflans nánar í skólanámskrá og kennarar í undirbúningi og framkvæmd kennslu. 7.15 Trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi Nýr kafli GRUNNSKÓLAR • í samræmi við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla er mikilvægt að nemendur fræðist um ýmis trúarbrögð og lífsskoðanir í grunnskóla sem er liður í lýðræðismenntun og virðingu fyrir fjölmenningu • trúarbragða- og lífsskoðanafræðsla í fjölmenningarsamfélagi skal ávallt vera á forsendum grunnskólanáms fyrir alla nemendur • fræðsla um trúarbrögð og lífsskoðanir getur t.d. falið í sér: o vettvangsheimsóknir til trúfélaga o fulltrúum trúfélaga sé boðið í kennslustund • grunnskólar skulu haga störfum sínum þannig að nemendur þurfi ekki að fá undanþágu frá ákveðnum þáttum skólastarfs vegna trúar- og lífsskoðana sinna og því ekki gert ráð fyrir slíkri undanþáguheimild • í skólastarfi skal ríkja skilningur og virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum FORELDRAR • vilji foreldrar að börn þeirra fræðist sérstaklega um tiltekin trúarbrögð er það á ábyrgð þeirra í frítíma barnsins að sækja slíka fræðslu og þjónustu í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=