Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

16.2.4 Fjar- og dreifnám Gera skal grein fyrir fyrirkomulagi fjar- og dreifnáms í skólanámskrá. Meginmarkmið með fjar- og dreifnámi í grunnskóla er: • að gefa þeim nemendum, sem það kjósa, tækifæri til að stunda nám óháð búsetu m.a. nám sem ekki er í boði í viðkomandi skóla, s.s. nám í tungumálum fyrir nemendur af erlendum uppruna og valnám af ýmsum toga en einnig nám nemenda sem búa yfir hæfni til að taka staka áfanga í framhaldsskóla í fjar- og dreifnámi samhliða námi í grunnskóla • að stuðla að sveigjanleika á mörkum grunnskóla og framhaldsskóla þar sem nemendum standi til boða fjar- eða dreifnám í framhaldsskóla sem hluta af námi sínu í grunnskóla Kostnaður við fjar- og dreifnám • nám sem metið er sem hluti af skyldunámi, þ.m.t. sem valgrein skal það vera nemanda að kostnaðarlausu • framhaldsskólaáfangi sem nemandi fær metinn til eininga í framhaldsskóla ber nemandi kostnað af sjálfur þ.e. innritunar- og skráningargjald og námsgögn UMSJÓNARKENNARI Skyldur umsjónarkennara gagnvart nemenda í fjar- og dreifnám þurfa að liggja fyrir áður en nám hefst. FJARNÁM Nám sem fer fram á netinu eftir ákveðnu skipulagi eða kennsluáætlun. Stundum er gert ráð fyrir rauntímaþátttöku, t.d. á netinu. DREIFNÁM Nám sem fer að mestu fram eins og fjarnám á netinu en með staðbundnum lotum nokkrum sinnum á önn. Oft notað í verklegum greinum. 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=