Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

16.2.3 Heimakennsla Sveitarstjórn getur veitt foreldrum barns undanþágu til þess að annast sjálft menntun þess samkvæmt nánari fyrirmælum sem sett eru í reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi. Foreldrar sem óska eftir undanþágu til að geta kennt börnum sínum heima skulu sækja um undanþáguna til þess sveitarfélags þar sem þau eiga lögheimili. Börn sem njóta heimakennslu • eru undanþegin skólasókn í grunnskóla á meðan heimakennsla varir • skulu tengjast tilteknum skóla í sveitarfélaginu og lúta reglulegu mati og eftirliti • skulu eiga aðgang að skólaþjónustu og annarri stoðþjónustu sveitarfélagsins • skulu eiga þess kost að taka þátt í félags- og tómstundastarfi og skólaferðalögum á vegum skólans • eiga sjálf að geta óskað eftir þátttöku í almennu skólastarfi eftir því sem við verður komið, þótt þau séu í heimakennslu 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=