Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

Samkvæmt grunnskólalögum er ráðherra heimilt að viðurkenna grunnskóla eða námsbraut innan almenns grunnskóla sem starfar samkvæmt viðurkenndri erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan og veita undanþágur frá viðeigandi ákvæðum laga og aðalnámskrár grunnskóla. Sveitarfélög og einkaaðilar geta óskað eftir því að fá heimild til að reka alþjóðaskóla eða alþjóðadeild við grunnskóla. Ferli umsóknar um stofnun alþjóðaskóla eða alþjóðadeildar: • ósk um stofnun alþjóðaskóla eða alþjóðadeildar send til ráðuneytis • ráðherra getur veitt leyfir til rekstursins til að hámarki þriggja ára • að þremur árum liðnum er skólastarf metið þ.e. áður en skólinn fær stöðu alþjóðaskóla samkvæmt grunnskólalögum • gengið er frá formlegri viðurkenningu að því gefnu að öll skilyrði teljist uppfyllt að mati ráðuneytis Hverjum skóla er ætlað að útfæra atriði kaflans nánar í skólanámskrá og kennarar í undirbúningi og framkvæmd kennslu. 16.2.2 Alþjóðaskólar Alþjóðaskólar eru einkum hugsaðir fyrir: • nemendur af erlendum uppruna sem dvelja tímabundið á Íslandi • í einhverjum tilvikum íslenska nemendur sem óska skólavistar Íslenskukennsla í alþjóðaskólum á Íslandi • krafa er gerð um að íslenskir nemendur stundi nám í íslensku í alþjóðaskóla samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla • gert ráð fyrir að allir nemendur alþjóðaskóla af erlendum uppruna fái tækifæri til að læra íslensku sem annað mál 12

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=