Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

16.2 Aðrar leiðir til að fullnægja skólaskyldu Með grunnskólalögum er kveðið á um með hvaða hætti unnt er að fullnægja skólaskyldu í grunnskólum. Meginreglan er sú að börn gangi í almennan grunnskóla, sem er þá annaðhvort rekinn af sveitarfélagi eða öðrum rekstraraðilum, sbr. 43. gr. laga um grunnskóla. Grunnskólalög heimila sveitarfélögum að uppfylla skólaskyldu í sjálfstætt reknum grunnskólum, með námi í alþjóðaskóla, þróunarskóla, heimakennslu eða fjar- eða dreifnámi. Grunnskóli er staður þar sem börn fá lögbundna menntun og einnig hefur hann mikilvægu hlutverki að gegna hvað varðar öryggi og velferð barna ásamt því að stuðla að alhliða þroska þeirra og farsæld til framtíðar. Starfsfólk skóla ber skyldur gagnvart börnum samkvæmt grunnskólalögum, barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ekki falla úr gildi þótt barn njóti t.d. heimakennslu. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri og faglegu starfi grunnskóla. Á það við hvort sem sveitarfélög reka grunnskóla á eigin vegum, gera samninga við einkaaðila um rekstur skóla eða með öðrum hætti. Í samræmi við skólaskyldu barna á Íslandi er meginreglan sú að nemendur skulu sækja staðnám en grundvallarforsenda þess að börn njóti ýmissa réttinda sem lög tryggja þeim er að þau sæki nám í hvetjandi námsumhverfi. 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=