SKÓLAFORÐUN Skólaforðun er meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða ungmenni sýnir af sér sem birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag, hluta úr skóladegi eða í ákveðnar námsgreinar, í lengri eða skemmri tíma. Skólaforðun – Ástæður Ástæður skólaforðunar geta verið margvíslegar • Skoða þarf hvert tilvik út frá: o aðstæðum barns og fjölskyldu þess o félagslegu samhengi o námsumhverfi s.s. líðan í skóla, félagsfærni og námsgetu o öðrum þáttum sem geta haft áhrif á umhverfi barns og fjölskyldu Skólaforðun – Einkenni FORELDRAR og STARFSFÓLK SKÓLA þurfa að • vera vakandi fyrir einkennum skólaforðunar • taka ábendingum og vísbendingum um einkenni skólaforðunar alvarlega, sem geta t.d. verið: o óútskýrðar fjarvistir o seinkomur í skóla o fjarvistir á ákveðnum dögum o nemandi vilji ekki sækja skóla án sýnilegra merkja um veikindi o svefntruflanir o vilja fara heim úr skóla á miðjum degi Hér er ekki um tæmandi lista að ræða enda getur skólaforðun birst í mörgum myndum og átt sér margvíslegar ástæður. GRUNNSKÓLAR, í þágu farsældar barna • setji sér markmið um að greina skólaforðun áður en vandinn verður langvarandi og bitnar á náms-, uppeldis- og þroskaskilyrðum barna og farsæld þeirra til framtíðar • skulu leggja sérstaka áherslu á forvarnir og stuðning vegna skólaforðunar nemenda, ekki síst ef vísbendingar eru til staðar • leggi einstaklingsbundið mat á þarfir hvers barns fyrir sig sem glímir við skólaforðun, eftir atvikum með aðkomu tengiliðs • leggi einstaklingsbundið mat á hvaða stuðnings- úrræði viðkomandi barn hefur þörf fyrir m.a. með aðkomu o skólaþjónustu o félagsþjónustu o heilbrigðisþjónustu • skóla ber að grípa til viðeigandi aðferða til að aðstoða nemanda og fjölskyldu hans á meðan unnið er að því að virkja nemandi í námi og starfi • úrræðin geta aldrei orðið meginregla nemanda í skólaforðun • úrræðin skulu hugsuð til skamms tíma með það að markmiði að nemandi geti sótt skóla á ný Snemmtækur stuðningur og markviss samvinna heimilis og skóla eru lykilatriði • til þess að koma í veg fyrir skólaforðun • til þess að ná barni sem glímir við skólaforðun sem fyrst aftur í skólastarfið 9
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=