Kynningarefni - Aðalnámskrá grunnskóla

16.1.5 Óskýrðar fjarvistir og skólaforðun Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna • tengilið eða málstjóra gæti verið þörf á að virkja vegna dræmrar skólasóknar nemanda • starfsfólk skóla veitir foreldrum leiðbeiningar um samþættingu þjónustu t.d. með því að koma þeim í samband við tengilið skólans SVEITARFÉLAG • sveitarfélög skulu setja sér viðmið um formleg viðbrögð við minnkandi skólasókn nemenda • við gerð reglna um viðmið vegna formlegra viðbragða við minnkandi skólasókn þarf að horfa til allra fjarvista, veikinda, leyfa og óheimilla fjarvista • viðmið um formleg viðbrögð skulu kveða á um aðgerðir sem fara stigþyngjandi samhliða minnkandi skólasókn uns fjarvistir frá skóla ná því alvarleikastigi að vera tilkynningarskyldar til barnaverndaryfirvalda • viðmið um formleg viðbrögð við minnkandi skólasókn skal birta opinberlega og í skóla námskrá og skólareglum allra skóla sveitarfélagsins Stigþyngjandi aðgerðir • skóli, í samstarfi við foreldra og nemanda, vinnur með aðstæður nemanda til að leita lausna áður en til þess kemur að tilkynna tilvik til barnaverndaryfirvalda • hvert tilvik þarf að meta sérstaklega út frá heildaraðstæðum barns • hafa verður í huga við mat á hverju tilviki öll þau atriði sem tilkynningaskyld eru samkvæmt barnaverndarlögum GRUNNSKÓLI • grunnskóla ber að grípa til aðgerða ef fjarvistir nemanda koma niður á námi og farsæld hans • miða skal við að skóli bregðist við ef heildar- fjarvistir nemanda eru umfram tíunda hluta skólaárs • ef slíkur misbrestur verður á skólasókn barns að telja megi til vanrækslu skal tilkynna það til barnaverndaryfirvalda • ef vart verður við vanrækslu foreldra á ábyrgð á námi barns á meðan barn er á undanþágu frá skólasókn skal það tilkynnast til barnaverndar- yfirvalda FARSÆLD Aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. BARN • getur óskað eftir því að fá tilnefndan tengilið innan skólans • tengiliður vinnur að málum nemenda í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna TENGILIÐUR Börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið eftir því sem þörf krefur. MÁLSTJÓRI Málstjóri veitir m.a. ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu og aðstoð við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns. 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=