7.15 Trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi 16. Undanþágur frá grunnskóla Kynningarefni Aðalnámskrá grunnskóla Nýr kafli Endurskoðaður kafli
Í kynningarefni þessu, um nýjan kafla 7.15 og endurskoðaðan kafla 16 í aðalnámskrá grunnskóla, hafa áherslur kaflanna verið dregnar fram. Mikilvægt er að kynna sér ítarlega efni hvers kafla á www.adalnamskra.is. Aðalnámskrá grunnskóla - Kynningarefni, kaflar 7.15 og 16 ISBN 978-9979-0-2969-4 Ritstjórn: Auður Bára Ólafsdóttir Málfarslestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2024 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogi Hönnun og umbrot: Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
VEGNA KAFLA 7.15 ER VÍSAÐ TIL • Toledo sáttmálans um skólastarf og kennslu ólíkra trúarbragða og lífsskoðana | Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) • Meginviðmið um samskipti skóla og trúfélaga | Mennta- og menningarmálaráðherra, 2013 LÝÐRÆÐISMENNTUN Í lýðræðismenntun er fyrst og fremst lögð áhersla á lyðræðisleg réttindi og skyldur og virka þátttöku hvað varðar borgaraleg, stjórnmálaleg, félagsleg, fjárhagsleg, lagaleg og menningarleg svið samfélagsins. Sáttmáli Evrópuráðs um lýðræðis- og mannréttindamenntun. FJÖLMENNING Fjölmenning er menning þar sem ólíkir menningarstraumar mætast, víxlast og hafa áhrif hver á annan og ólíkt fólk (til dæmis vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, trúar, siða, tungumáls, stéttar og fötlunar) býr og starfar saman. Kaflinn er hluti af kafla 7, Nám og kennsla, en þar eru dregnar fram megináherslur um nám og kennslu í 15 undirköflum. Efni kaflanna á að stuðla að því að hver nemandi nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Atriðin eiga að vera leiðandi í skólastarfi og vera kennurum og stjórnendum skóla leiðsögn við skipulag náms og kennslu. Hverjum skóla er ætlað að útfæra atriði kaflans nánar í skólanámskrá og kennarar í undirbúningi og framkvæmd kennslu. 7.15 Trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi Nýr kafli GRUNNSKÓLAR • í samræmi við hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla er mikilvægt að nemendur fræðist um ýmis trúarbrögð og lífsskoðanir í grunnskóla sem er liður í lýðræðismenntun og virðingu fyrir fjölmenningu • trúarbragða- og lífsskoðanafræðsla í fjölmenningarsamfélagi skal ávallt vera á forsendum grunnskólanáms fyrir alla nemendur • fræðsla um trúarbrögð og lífsskoðanir getur t.d. falið í sér: o vettvangsheimsóknir til trúfélaga o fulltrúum trúfélaga sé boðið í kennslustund • grunnskólar skulu haga störfum sínum þannig að nemendur þurfi ekki að fá undanþágu frá ákveðnum þáttum skólastarfs vegna trúar- og lífsskoðana sinna og því ekki gert ráð fyrir slíkri undanþáguheimild • í skólastarfi skal ríkja skilningur og virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum FORELDRAR • vilji foreldrar að börn þeirra fræðist sérstaklega um tiltekin trúarbrögð er það á ábyrgð þeirra í frítíma barnsins að sækja slíka fræðslu og þjónustu í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra 1
Kafli 16 – Undanþágur frá aðalnámskrá Ráðuneyti mennta- og barnamála fer með yfirstjórn með málefnum grunnskóla gagnvart sveitarfélögum. Ráðherra fer með úrskurðarvald í ágreiningsmálum eftir því sem grunnskólalög kveða á um, þar á meðal vegna ákvarðana sem tengjast undanþágum frá aðalnámskrá. 16 Undanþágur frá aðalnámskrá SVEITARFÉLÖG og rekstur grunnskóla • með grunnskólalögum er ábyrgð hvers sveitarfélags ljós þegar kemur að menntun allra barna • sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri og faglegu starfi grunnskóla hvort sem grunnskóli er rekinn af sveitarfélagi, gerður sé samningur við einkaaðila eða grunnskóli sé rekinn með öðrum hætti SVEITARFÉLÖG og skólaskylda • skólaskylda hefst að jafnaði á því almanaksári sem barn verður sex ára • skólaskyldu er unnt að fullnægja í grunnskólum á vegum sveitarfélaga, í sjálfstætt reknum grunnskólum eða með öðrum viðurkenndum hætti samkvæmt grunnskólalögum, þ.e. með námi í alþjóðaskóla, þróunarskóla eða heimakennslu, sjá kafla 16.2 • huga þarf sérstaklega að velferð, öryggi, aðbúnaði og réttindum barna þegar um er að ræða aðrar leiðir til að fullnægja skólaskyldu en í grunnskóla á vegum sveitarfélags • sveitarfélögum er skylt að sjá öllum skólaskyldum börnum með lögheimili í sveitarfélaginu og barna sem ráðstafað hefur verið í fóstur til fósturforeldra sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, skólavistar • sveitarstjórn skal kveða á um skólaskyldu barna sem búa í sveitarfélaginu en lögheimili liggur ekki fyrir og leitað hefur verið eftir innritun þess í skóla • sveitarfélög og Vinnumálastofnun skulu tryggja menntun barna sem sækja um alþjóðlega vernd Endurskoðaður kafli SKÓLASTJÓRAR | KENNARAR | STARFSFÓLK SKÓLA • bera ábyrgð á að bregðast við vísbendingum um að þörfum barns sé ekki mætt á fullnægjandi hátt í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna • bera ábyrgð á að leiðbeina foreldrum og/eða barni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna FORELDRAR • bera ábyrgð á að börn þeirra innritist í og sæki skóla • gæta hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri og eiga samráð við skólann um skólagöngu þeirra • bera ábyrgð á námi barna sinna og nær sú ábyrgð jafnframt til þess tíma sem þau eru fjarverandi frá skóla • eiga að stuðla að því að börn þeirra stundi nám sitt og virði skólaskyldu til daglegrar skólasóknar án undantekninga nema eðlileg forföll eins og veikindi hamli • eiga að fylgjast með námsframvindu barna sinna í samvinnu við þau og kennara • skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna, sem og í skólastarfinu almennt í samráði við umsjónarkennara og skólastjórnendur BÖRN • að sækja skóla er bæði fortakslaus réttur og skylda barna á skólaskyldualdri og ábyrgð foreldra í þeim efnum er skýr. 2
NEMENDUR • þurfa að ljúka öllu námi grunnskóla samkvæmt aðalnámskrá áður en þeir útskrifast úr grunnskóla á skemmri tíma en tíu árum Meginreglur um skólaskyldu grunnskólabarna og undanþágur frá skólaskyldu • skólaskylda barns í grunnskóla hefst að jafnaði á því almanaksári sem það verður sex ára • skólaskylda barna er tíu ár og er börnum á skólaskyldualdri skylt að sækja grunnskóla og stunda fullt nám • öll börn eiga rétt á menntun og ber að tryggja þeim jöfn tækifæri til menntunar • ríkar ástæður þurfa að vera fyrir hendi til að veita undanþágu frá skólaskyldu og eru undanþágur skýrðar mjög þröngt • skólasamfélaginu í heild ber að vinna markvisst að því að börn njóti farsællar menntunar FORELDRAR • geta átt frumkvæði að umsókn um tímabundna undanþágu frá skólasókn fyrir barn sitt, í samráði við skólann o í einstökum námsgreinum o eða að öllu leyti • geta átt frumkvæði að undanþágu um skólasókn fyrir barn sitt þ.e. að flýta eða seinka skólabyrjun um eitt ár SKÓLASTJÓRI • getur veitt undanþágur og samþykkt frávik frá skólaskyldu. • fimm mismunandi ástæður fyrir undan- þágum og frávikum frá skólaskyldu eru o undanþága frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein o viðurkenning á námi utan grunnskóla o sjúkrakennsla o undanþágur frá skólasókn o óútskýrðar fjarvistir og skólaforðun • getur með samkomulagi við foreldra heimilað undanþágu frá skólaskyldu með því að flýta eða seinka skólabyrjun nemanda um eitt ár en sú ákvörðun byggist á mati skólaþjónustu með hag barns að leiðarljósi 16.1 Undanþágur og frávik frá skólaskyldunámi GRUNNSKÓLALÖG • í grunnskólalögum, 15. gr., eru ákvæði sem heimila undanþágur frá skólaskyldu og fyrirmælum aðalnámskrár • grunnskólalög, 15. gr., heimila sveitarfélögum að uppfylla skólaskyldu í sjálfstætt reknum grunnskólum, með námi í alþjóðaskóla, þróunarskóla eða með heimakennslu • með grunnskólalögum er ábyrgð hvers sveitarfélags ljós þegar kemur að menntun allra barna 3
16.1.1 Undanþágur frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein BÖRN Með vísan til rétts barna til menntunar er gert ráð fyrir að ríkar ástæður þurfi að vera fyrir hendi svo undanþága frá skyldunámi sé veitt. STJÓRNVALDSÁKVÖRÐUN Ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana t.d. veiting eða synjun leyfa. Viðmið um verklag vegna beiðni um undanþágu frá skyldunámi 1. Skrifleg, rökstudd umsókn foreldra og nemenda og mat sérfræðings ef við á. 2. Skólastjóri aflar upplýsinga frá umsjónarkennara og skólaþjónustu eftir því sem talin er þörf. 3. Skólastjóri svarar erindi skriflega. SKÓLASTJÓRI • skólastjóra er samkvæmt grunnskólalögum heimilt að veita nemanda undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein ef gild rök mæla með því • skólastjóra er veitt svigrúm til mats á því hvað teljast gildar ástæður fyrir því að veita undanþágu frá skyldunámi • beiðnir um undanþágu skulu berast skriflega til skóla • veiting undanþága frá skyldunámi er stjórnvaldsákvörðun og skal því ávallt gætt að málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við töku slíkra ákvarðana Gild rök fyrir undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein eða námsgreinum geta verið: • ef nemandi er með miklar stuðningsþarfir og/eða tímabundnar persónulegar áskoranir • ef nemandi er með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn • ef nemandi hefur sýnt afburðaárangur á ákveðnu sviði 4
16.1.2 Viðurkenning á námi utan grunnskóla Annað nám utan grunnskóla • heimilt er að meta nám utan grunnskóla og skrá á vitnisburðarblað nemenda sem valgrein þó svo að nemandinn fái enga undanþágu frá skyldunámi Mat á atvinnuþátttöku • meta má þátttöku nemenda í atvinnulífi að frumkvæði skólans í tengslum við tiltekið námsúrræði • ferli fyrir samstarf skóla og atvinnulífs þarf að vera formgert af hálfu sveitarfélaga • skýrt þarf að vera í hvaða tilgangi ferli um mat á atvinnuþátttöku er notað • ekki er heimilt að meta hefðbundna atvinnuþátttöku Dæmi um viðurkenningu á námi utan grunnskóla • viðurkenning á hæfni nemenda í öðru móðurmáli en íslensku í samræmi við stefnu stjórnvalda um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn • hæfni íslenskra nemenda í öðrum erlendum málum en ensku og Norðurlandamáli • nám við tónlistarskóla, aðra listaskóla eða málaskóla Heimilt er að meta, sem hluta af vali og valgreinum á unglingastigi, þátttöku nemenda t.d. í: • félagslífi • íþróttum • skipulögðu sjálfboðastarfi • námi utan grunnskóla í eigin móðurmáli SKÓLASTJÓRI Skólastjóra er heimilt að viðurkenna nám, stundað utan grunnskóla sem jafngildi grunnskólanáms að undangengnu mati í hverju tilviki. 5
16.1.3 Sjúkrakennsla SJÚKRAKENNSLA • allir nemendur eiga rétt á kennslu við hæfi án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis • nemandi sem að mati læknis getur lagt stund á nám en ekki sótt skóla, vegna slyss eða langvarandi veikinda, á rétt á sjúkrakennslu á heimili sínu eða á sjúkrastofnun • lengd daglegrar eða vikulegrar sjúkrakennslu skal miðast við ástand og þrek nemandans • ákvæði um sjúkrakennslu tekur ekki til tilfallandi veikinda nemenda og má í því sambandi almennt lita til veikinda sem standa skemur en viku • nýta skal fjölbreyttar aðferðir við skipulag og útfærslu sjúkrakennslu að höfðu samráði við nemandann eftir því sem kostur er • ekki er gert ráð fyrir að sjúkrakennsla komi í stað staðbundins náms að umfangi • nemandi skal eiga þess kost að tengjast skólanum og umsjónarhópi sem best eftir því sem aðstæður og ástand hans leyfir SKÓLASTJÓRI • ákveður í samráði við lækni og foreldra, umfang og nánara fyrirkomulag sjúkrakennslu • stendur undir þeirri ábyrgð sveitarfélaga að viðeigandi sjúkrakennsla sé veitt • ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskrár til lengri eða skemmri tíma fyrir viðkomandi nemanda, þar sem tekið er mið af aðstæðum, veikindum og þörfum nemandans • ber ábyrgð á að nemandi fái tækifæri til að tjá sig, með hliðsjón af aldri og þroska, áður en fyrirkomulag og skipan sjúkrakennslu er ákveðið Markmið sjúkrakennslu er að nemandi missi sem minnst af kennslu og verði ekki af tækifærum til náms vegna slyss eða langvarandi veikinda. FJARKENNSLA Kennsla sem fer fram á netinu eftir ákveðnu skipulagi eða kennsluáætlun. Stundum er gert ráð fyrir rauntímaþátttöku, t.d. á netinu. DREIFNÁM Nám sem fer að mestu fram eins og fjarnám á netinu en með staðbundnum lotum nokkrum sinnum á önn. Oft notað í verklegum greinum. SVEITARFÉLAG • sveitarfélag viðkomandi nemanda ber ábyrgð á sjúkrakennslu • sjúkrakennsla getur að hluta til farið fram sem fjarkennsla eða dreifnám undir leiðsögn kennara og með eftirfylgni foreldra eða starfsfólks sjúkrastofnana að höfðu samráði við grunnskóla viðkomandi nemanda 6
16.1.4 Undanþágur frá skólasókn FORELDRAR • geta sótt um tímabundna undanþágu frá skólasókn barns síns í: o einstökum námsgreinum og námssviðum eða o að öllu leyti • bera ábyrgð á í öllum tilvikum, fái þeir umbeðna undanþágu, að nemandi vinni það sem hann kann að hafa misst úr námi samkvæmt upplýsingum frá skóla SKÓLASTJÓRI • ber ábyrgð á að meta aðstæður í hverju undanþágu- máli og hvort ástæða sé þess eðlis að eðlilegt þyki að veita undanþágu • aflar nægra upplýsinga um stöðu barns, til dæmis með samráði við umsjónarkennara Langvarandi fjarvistir barna frá skóla, vegna tímabundinna undanþága að ósk foreldra, eiga ekki að hafa áhrif á skólastarfið í heild sinni eða á nám annarra nemenda. Sveigjanleiki vegna samvinnu skóla og annars skipulagðs starfs á skólatíma • gæta þarf að því að nemandi fari ekki úr sömu kennslustunda á sama tíma í hverri viku • hafa þarf að leiðarljósi að það sem er barni fyrir bestu hafi ávallt forgang og réttur þess til menntunar skerðist ekki • kanna þarf vilja barnsins og hafa það með í ráðum í ferlinu þegar fyrirkomulag er valið • ef undanþága er veitt vegna annars náms á skólatíma skal liggja fyrir skriflegt samþykki foreldra, barns og skóla • í samþykkinu komi fram hvernig foreldrar rækja ábyrgð á því að barn geti unnið upp það nám sem tapast Gildar ástæður þurfa að vera fyrir hendi sæki barn ekki skóla. 1. alvarleg veikindi, dauðsföll eða önnur áföll í nærumhverfi barns 2. ferðalög á vegum skóla eða í samstarfi við skóla, innan- eða utanlands 3. þátttaka í afreksverkefnum á sviði íþrótta, lista eða starfi ungmennaráða Undanþágum frá skólasókn skal ávallt markaður tími sem ekki varir lengur en nauðsyn ber til. 7
16.1.5 Óskýrðar fjarvistir og skólaforðun Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna • tengilið eða málstjóra gæti verið þörf á að virkja vegna dræmrar skólasóknar nemanda • starfsfólk skóla veitir foreldrum leiðbeiningar um samþættingu þjónustu t.d. með því að koma þeim í samband við tengilið skólans SVEITARFÉLAG • sveitarfélög skulu setja sér viðmið um formleg viðbrögð við minnkandi skólasókn nemenda • við gerð reglna um viðmið vegna formlegra viðbragða við minnkandi skólasókn þarf að horfa til allra fjarvista, veikinda, leyfa og óheimilla fjarvista • viðmið um formleg viðbrögð skulu kveða á um aðgerðir sem fara stigþyngjandi samhliða minnkandi skólasókn uns fjarvistir frá skóla ná því alvarleikastigi að vera tilkynningarskyldar til barnaverndaryfirvalda • viðmið um formleg viðbrögð við minnkandi skólasókn skal birta opinberlega og í skóla námskrá og skólareglum allra skóla sveitarfélagsins Stigþyngjandi aðgerðir • skóli, í samstarfi við foreldra og nemanda, vinnur með aðstæður nemanda til að leita lausna áður en til þess kemur að tilkynna tilvik til barnaverndaryfirvalda • hvert tilvik þarf að meta sérstaklega út frá heildaraðstæðum barns • hafa verður í huga við mat á hverju tilviki öll þau atriði sem tilkynningaskyld eru samkvæmt barnaverndarlögum GRUNNSKÓLI • grunnskóla ber að grípa til aðgerða ef fjarvistir nemanda koma niður á námi og farsæld hans • miða skal við að skóli bregðist við ef heildar- fjarvistir nemanda eru umfram tíunda hluta skólaárs • ef slíkur misbrestur verður á skólasókn barns að telja megi til vanrækslu skal tilkynna það til barnaverndaryfirvalda • ef vart verður við vanrækslu foreldra á ábyrgð á námi barns á meðan barn er á undanþágu frá skólasókn skal það tilkynnast til barnaverndar- yfirvalda FARSÆLD Aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. BARN • getur óskað eftir því að fá tilnefndan tengilið innan skólans • tengiliður vinnur að málum nemenda í samræmi við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna TENGILIÐUR Börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið eftir því sem þörf krefur. MÁLSTJÓRI Málstjóri veitir m.a. ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu og aðstoð við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns. 8
SKÓLAFORÐUN Skólaforðun er meðvituð eða ómeðvituð hegðun sem barn eða ungmenni sýnir af sér sem birtist í erfiðleikum með að sækja skóla hvort sem um er að ræða heilan skóladag, hluta úr skóladegi eða í ákveðnar námsgreinar, í lengri eða skemmri tíma. Skólaforðun – Ástæður Ástæður skólaforðunar geta verið margvíslegar • Skoða þarf hvert tilvik út frá: o aðstæðum barns og fjölskyldu þess o félagslegu samhengi o námsumhverfi s.s. líðan í skóla, félagsfærni og námsgetu o öðrum þáttum sem geta haft áhrif á umhverfi barns og fjölskyldu Skólaforðun – Einkenni FORELDRAR og STARFSFÓLK SKÓLA þurfa að • vera vakandi fyrir einkennum skólaforðunar • taka ábendingum og vísbendingum um einkenni skólaforðunar alvarlega, sem geta t.d. verið: o óútskýrðar fjarvistir o seinkomur í skóla o fjarvistir á ákveðnum dögum o nemandi vilji ekki sækja skóla án sýnilegra merkja um veikindi o svefntruflanir o vilja fara heim úr skóla á miðjum degi Hér er ekki um tæmandi lista að ræða enda getur skólaforðun birst í mörgum myndum og átt sér margvíslegar ástæður. GRUNNSKÓLAR, í þágu farsældar barna • setji sér markmið um að greina skólaforðun áður en vandinn verður langvarandi og bitnar á náms-, uppeldis- og þroskaskilyrðum barna og farsæld þeirra til framtíðar • skulu leggja sérstaka áherslu á forvarnir og stuðning vegna skólaforðunar nemenda, ekki síst ef vísbendingar eru til staðar • leggi einstaklingsbundið mat á þarfir hvers barns fyrir sig sem glímir við skólaforðun, eftir atvikum með aðkomu tengiliðs • leggi einstaklingsbundið mat á hvaða stuðnings- úrræði viðkomandi barn hefur þörf fyrir m.a. með aðkomu o skólaþjónustu o félagsþjónustu o heilbrigðisþjónustu • skóla ber að grípa til viðeigandi aðferða til að aðstoða nemanda og fjölskyldu hans á meðan unnið er að því að virkja nemandi í námi og starfi • úrræðin geta aldrei orðið meginregla nemanda í skólaforðun • úrræðin skulu hugsuð til skamms tíma með það að markmiði að nemandi geti sótt skóla á ný Snemmtækur stuðningur og markviss samvinna heimilis og skóla eru lykilatriði • til þess að koma í veg fyrir skólaforðun • til þess að ná barni sem glímir við skólaforðun sem fyrst aftur í skólastarfið 9
16.2 Aðrar leiðir til að fullnægja skólaskyldu Með grunnskólalögum er kveðið á um með hvaða hætti unnt er að fullnægja skólaskyldu í grunnskólum. Meginreglan er sú að börn gangi í almennan grunnskóla, sem er þá annaðhvort rekinn af sveitarfélagi eða öðrum rekstraraðilum, sbr. 43. gr. laga um grunnskóla. Grunnskólalög heimila sveitarfélögum að uppfylla skólaskyldu í sjálfstætt reknum grunnskólum, með námi í alþjóðaskóla, þróunarskóla, heimakennslu eða fjar- eða dreifnámi. Grunnskóli er staður þar sem börn fá lögbundna menntun og einnig hefur hann mikilvægu hlutverki að gegna hvað varðar öryggi og velferð barna ásamt því að stuðla að alhliða þroska þeirra og farsæld til framtíðar. Starfsfólk skóla ber skyldur gagnvart börnum samkvæmt grunnskólalögum, barnaverndarlögum og lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna sem ekki falla úr gildi þótt barn njóti t.d. heimakennslu. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri og faglegu starfi grunnskóla. Á það við hvort sem sveitarfélög reka grunnskóla á eigin vegum, gera samninga við einkaaðila um rekstur skóla eða með öðrum hætti. Í samræmi við skólaskyldu barna á Íslandi er meginreglan sú að nemendur skulu sækja staðnám en grundvallarforsenda þess að börn njóti ýmissa réttinda sem lög tryggja þeim er að þau sæki nám í hvetjandi námsumhverfi. 10
Undanþága frá aðalnámskrá grunnskóla getur t.d. varðað: • nám • kennslutilhögun • frávik frá viðmiðunarstundaskrá • starfstíma skóla • stundafjölda • frákvik frá aðalnámskrá Hægt er að reka þróunarskóla sem: • almennan grunnskóla á vegum sveitarfélags • deild innan grunnskóla • sjálfstætt rekinn skóla að fenginni heimild ráðuneytisins og með fjárframlögum frá sveitarfélagi Hægt er að veita skólum stöðu þróunarskóla vegna þróunar- og tilraunastarfs innan grunnskóla þó að starfsemi rúmist að öllu leyti innan laga og aðalnámskrár. Þróunar og tilraunastarfi skal setja tímamörk og skal ráðneytið ávallt leggja mat á slíkar tilraunir þegar þeim lýkur. 16.2.1 Þróunarskólar Samkvæmt gildandi lögum getur ráðherra veitt sveitarfélögum eða öðrum rekstrar- aðilum tímabundna heimild til að starfrækja þróunarskóla eða gera tilraunir með ákveðna þætti skólastarfs. Í slíkum tilvikum er heimilt að veita tímabundna undanþágu frá aðalnámskrá grunnskóla. Almennt er ekki veitt heimild til meira en þriggja ára með ákvæði um mat á tilraunaverkefnum að þeim tíma liðnum. 11
Samkvæmt grunnskólalögum er ráðherra heimilt að viðurkenna grunnskóla eða námsbraut innan almenns grunnskóla sem starfar samkvæmt viðurkenndri erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan og veita undanþágur frá viðeigandi ákvæðum laga og aðalnámskrár grunnskóla. Sveitarfélög og einkaaðilar geta óskað eftir því að fá heimild til að reka alþjóðaskóla eða alþjóðadeild við grunnskóla. Ferli umsóknar um stofnun alþjóðaskóla eða alþjóðadeildar: • ósk um stofnun alþjóðaskóla eða alþjóðadeildar send til ráðuneytis • ráðherra getur veitt leyfir til rekstursins til að hámarki þriggja ára • að þremur árum liðnum er skólastarf metið þ.e. áður en skólinn fær stöðu alþjóðaskóla samkvæmt grunnskólalögum • gengið er frá formlegri viðurkenningu að því gefnu að öll skilyrði teljist uppfyllt að mati ráðuneytis Hverjum skóla er ætlað að útfæra atriði kaflans nánar í skólanámskrá og kennarar í undirbúningi og framkvæmd kennslu. 16.2.2 Alþjóðaskólar Alþjóðaskólar eru einkum hugsaðir fyrir: • nemendur af erlendum uppruna sem dvelja tímabundið á Íslandi • í einhverjum tilvikum íslenska nemendur sem óska skólavistar Íslenskukennsla í alþjóðaskólum á Íslandi • krafa er gerð um að íslenskir nemendur stundi nám í íslensku í alþjóðaskóla samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla • gert ráð fyrir að allir nemendur alþjóðaskóla af erlendum uppruna fái tækifæri til að læra íslensku sem annað mál 12
16.2.3 Heimakennsla Sveitarstjórn getur veitt foreldrum barns undanþágu til þess að annast sjálft menntun þess samkvæmt nánari fyrirmælum sem sett eru í reglugerð um heimakennslu á grunnskólastigi. Foreldrar sem óska eftir undanþágu til að geta kennt börnum sínum heima skulu sækja um undanþáguna til þess sveitarfélags þar sem þau eiga lögheimili. Börn sem njóta heimakennslu • eru undanþegin skólasókn í grunnskóla á meðan heimakennsla varir • skulu tengjast tilteknum skóla í sveitarfélaginu og lúta reglulegu mati og eftirliti • skulu eiga aðgang að skólaþjónustu og annarri stoðþjónustu sveitarfélagsins • skulu eiga þess kost að taka þátt í félags- og tómstundastarfi og skólaferðalögum á vegum skólans • eiga sjálf að geta óskað eftir þátttöku í almennu skólastarfi eftir því sem við verður komið, þótt þau séu í heimakennslu 13
16.2.4 Fjar- og dreifnám Gera skal grein fyrir fyrirkomulagi fjar- og dreifnáms í skólanámskrá. Meginmarkmið með fjar- og dreifnámi í grunnskóla er: • að gefa þeim nemendum, sem það kjósa, tækifæri til að stunda nám óháð búsetu m.a. nám sem ekki er í boði í viðkomandi skóla, s.s. nám í tungumálum fyrir nemendur af erlendum uppruna og valnám af ýmsum toga en einnig nám nemenda sem búa yfir hæfni til að taka staka áfanga í framhaldsskóla í fjar- og dreifnámi samhliða námi í grunnskóla • að stuðla að sveigjanleika á mörkum grunnskóla og framhaldsskóla þar sem nemendum standi til boða fjar- eða dreifnám í framhaldsskóla sem hluta af námi sínu í grunnskóla Kostnaður við fjar- og dreifnám • nám sem metið er sem hluti af skyldunámi, þ.m.t. sem valgrein skal það vera nemanda að kostnaðarlausu • framhaldsskólaáfangi sem nemandi fær metinn til eininga í framhaldsskóla ber nemandi kostnað af sjálfur þ.e. innritunar- og skráningargjald og námsgögn UMSJÓNARKENNARI Skyldur umsjónarkennara gagnvart nemenda í fjar- og dreifnám þurfa að liggja fyrir áður en nám hefst. FJARNÁM Nám sem fer fram á netinu eftir ákveðnu skipulagi eða kennsluáætlun. Stundum er gert ráð fyrir rauntímaþátttöku, t.d. á netinu. DREIFNÁM Nám sem fer að mestu fram eins og fjarnám á netinu en með staðbundnum lotum nokkrum sinnum á önn. Oft notað í verklegum greinum. 14
15
40352
island.isRkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=