Þessi vefur, sem er hluti námsefninu Komdu og skoðaðu, er unninn í samvinnu við níu rannsóknastofnanir og styrktur af Rannís. Stofnanirnar eru Hafrannsóknastofnunin, Iðntæknistofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Veðurstofa Íslands og Veiðimálastofnun.
Námsefnisflokkurinn Komdu og skoðaðu ... samanstendur af nemendabókum og fjölbreyttu námsefni á vef með kennsluleiðbeiningum, leikjahugmyndum, gagnvirkum verkefnum, sögum og fleira. Efnið er einkum ætlað nemendum í 1.4. bekk og við gerð þess var tekið mið af áherslum í nýrri námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Útgáfan á vefnum fylgir hverri nemendabók.