Laxdæla saga

94 Rifjið upp: 1. Halldór Ólafsson safnaði að sér mönnum til að ráðast á Bolla og hefna fyrir Kjartan. Hverja fékk hann með sér? 2. Hvar var Bolli þegar Halldór og menn hans fundu hann? 3. Hver urðu endalok Áns hrísmaga? 4. Hverjir særðu Bolla og hver var það sem veitti honum banasár? 5. Hvað var það sem Helgi Harðbeinsson gerði eftir bardagann sem var bæði siðlaust og grimmdarlegt? 6. Hvernig kemur forspá fyrir í kaflanum? Til umræðu: • Hjónaband Guðrúnar og Bolla var þriðja hjónaband Guðrúnar. Hvernig hafði hana dreymt fyrir því? • Án hrísmagi gekk fyrstur inn í selið og talaði um að sér væri minnisstætt þegar Kjartan var drepinn. Rifjið upp það sem segir frá Áni í 24. kafla. • Ræðið viðbrögð Guðrúnar þegar Helgi Harðbeinsson þurrkar blóðið af spjótinu á blæjuendanum. • Ræðið þátt Þorgerðar í vígi Bolla. Rifjið upp að hún ól hann upp frá þriggja ára aldri. • Reynið að finna vísbendingu í kaflanum um að sagan sé skrifuð nokkuð eftir að atburðir hennar eiga að hafa átt sér stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=