Laxdæla saga

85 25. Eftirmál Þegar þessi tíðindi spurðust að Hjarðarholti vildu bræður Kjartans, Halldór og Steinþór, þegar fara að Bolla og drepa hann. En Ólafur faðir þeirra sagði að sonur sinn væri ekki að bættari þó að Bolli væri drepinn. Í staðinn ráðlagði hann sonum sínum að fara að tveimur sonum Þórhöllu málgu sem höfðu verið í fyrirsátinni. Hann vissi að þeir höfðu verið sendir frá Laugum suður að Helgafelli á Snæfellsnesi að leita liðs hjá Snorra goða sem bjó þar. Það gerðu synir Ólafs, náðu Þórhöllusonum á báti á Hvammsfirði og drápu þá báða. Ólafur lét flytja lík Kjartans heim að Hjarðarholti. Síðan safnaði hann liði og fór með það að Laugum. Þar voru borin sáttamál á milli og var það auðsótt við Bolla, því að hann bað Ólaf einan ráða sættinni. Var þá stefnt til sáttafundar í Ljárskógum. Ekki kom Bolli til sáttafundarins og réð Ólafur því. Þar var ákveðið að Ólafur skyldi einn ákveða hvaða bóta hann krefðist eftir Kjartan og skyldi hann tilkynna það á Þórsnesþingi. Hrefna fluttist til bræðra sinna norður í Húnaþingi eftir víg Kjartans. Hún lifði stuttan tíma eftir þetta og er það sögn manna að hún hafi sprungið af harmi. Engin kirkja hafði þá enn verið byggð í Dölum. En Þorsteinn Egilsson, móðurbróðir Kjartans, hafði látið gera kirkju á Borg á Mýrum. Hann flutti lík Kjartans heim með sér og þar var hann grafinn. Síðan leið að Þórsnesþingi. Þar voru allir Ósvífurssynir dæmdir sekir skógarmenn. Þeir skyldu fara úr landi og ekki koma aftur meðan nokkur sona Ólafs væri á lífi. Ekki vildi Ólafur sækja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=