Laxdæla saga

74 Þeim Laugamönnum líkar illa og þótti þetta miklu meiri svívirðing og verri en þótt Kjartan hefði drepið einn eða tvo menn fyrir þeim. Voru synir Ósvífurs óðastir en Bolli dró heldur úr. Guðrún talaði fæst um þetta en þó fundu menn það á orðum hennar að ekki væri víst að öðrum líkaði verr en henni. Gerðist nú fullur fjandskapur milli Laugamanna og Hjarðhyltinga. Rifjið upp: 1. Kjartan safnaði miklu liði og fór með það inn að Laugum. Hver var tilgangurinn? 2. Þau hjón, Ólafur og Þorgerður, bregðast ekki við fréttunum á sama máta. Hvað sagði Ólafur um tiltækið? En Þorgerður? 3. Hrefna, kona Kjartans, kom með óvænta athugasemd þegar Kjartan kom frá Laugum. Hvað sagðist hún hafa frétt? Hverju svaraði Kjartan? Hvernig ætli henni líði? Til umræðu: • Hvað kemur Hrefnu til að vera með þessar dylgjur um að Kjartan hafi hitt Guðrúnu? • Kjartan roðnaði, segir í textanum. Rifjið nú upp hvenær áður hefur verið talað um það að einhver hafi roðnað. Hvaða tilfinningar virðast einkum verða til þess að fólk roðni ef litið er til þessarar sögu? • Í hverju liggur svívirðingin sem Laugamenn eru svo æfir yfir?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=