Laxdæla saga

49 milli þeirra. Í þriðja sinn fóru þeir í kaf og voru þá miklu lengst niðri. Þykist Kjartan nú aldrei hafa komist í jafnmikla mannraun. Þó koma þeir að lokum upp og synda til lands. Þá mælti bæjarmaðurinn: „Hver er þessi maður?“ Kjartan sagði nafn sitt. Bæjarmaðurinn sagði: „Þú ert sundfær vel, eða ertu að öðrum íþróttum jafn vel búinn sem þessari?“ Kjartan svaraði og heldur seint: „Það var orð á þegar ég var á Íslandi en nú þykir ekki mikið um þetta vert.“ Bæjarmaðurinn mælti: „Það skiptir nokkru við hvern þú hefur átt, eða hví spyrðu mig einskis?“ Kjartan svarar: „Ekki hirði ég um nafn þitt.“ Bæjarmaður segir: „Bæði er að þú ert gjörvilegur maður, enda læturðu all-stórlega. En eigi að síður skaltu vita við hvern þú hefur sundið þreytt. Hér er Ólafur konungur Tryggvason.“ Kjartan svarar engu og snýr þegar í burtu. Hann var skikkjulaus í skarlatskyrtli rauðum. Konungur kallar þá á Kjartan og bað hann að fara ekki svo skjótt. Kjartan snýr þá aftur. Þá tekur konungur af herðum sér skikkju góða og gefur Kjartani, sagði að hann skyldi ekki skikkjulaus ganga til sinna manna. Kjartan þakkar konungi gjöfina og gengur til manna sinna og sýnir þeim skikkjuna. Ekki létu menn hans vel yfir þessu, þótti Kjartan hafa gengið á konungs vald. Íslendingar voru allir saman í Niðarósi um veturinn. Dag einn hélt konungur fund í bænum og boðaði mönnum kristna trú. Þangað komu margir úr Þrándheimi, héraðinu í kringum Niðarós, og sögðust fremur vilja berjast við konung en taka að þreyta sund merkir að keppa í sundi (að þreyta er skylt orðinu þraut)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=