Laxdæla saga

45 12. Guðrún og Kjartan Fóstbræðurnir í Hjarðarholti, Kjartan Ólafsson og Bolli Þorleiksson, fóru oft í bað í Sælingsdalslaug. Oft hittist svo á að Guðrún var við laugina þegar þeir komu þangað og þótti Kjartani skemmtilegt að tala við hana, því að hún var bæði vitur og málsnjöll. Var það mál manna að þau Guðrún og Kjartan ættu vel saman. Vinátta var líka með þeim Ólafi í Hjarðarholti og Ósvífri á Laugum. Þó var Ólafi ekki mikið gefið um að Kjartan færi oft að hitta Guðrúnu. Hann sagðist raunar ekki þekkja neina konu aðra sem væri samboðin Kjartani. Samt væri hann ekki viss um að nein gæfa stafaði af því að hafa mikil skipti við Laugafólk. Kjartan sagðist ekki vilja gera neitt á móti föður sínum sem hann gæti ráðið við. Þó hélt hann áfram að fara vestur í Sælingsdalslaug og fór Bolli jafnan með honum. málsnjöll merkir vel máli farin, snjöll að svara fyrir sig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=