Laxdæla saga

30 ætti við tólf aura silfurs og féllst á það, enda var það löglegt. Þá lét Höskuldur taka gullhring og sverð sem var hvort tveggja jafngilt tólf aurum af gulli og gaf Ólafi syni sínum. Þorleiki fannst faðir sinn hafa svikið sig. En Ólafur neitaði að láta hann fá hringinn eða sverðið, því að Þorleikur hefði leyft það í votta viðurvist að hann fengi tólf aura. Eftir þetta andaðist Höskuldur. Eftir dauða Höskulds kom Ólafur að máli við Þorleik og vildi sættast við hann: „Veit ég að þér mislíkar að ég tók við gripum þeim er faðir minn gaf mér á deyjanda degi. Nú ef þú þykist af þessu vanhaldinn, þá vil ég vinna það til að fóstra son þinn. Og er sá kallaður minni maður er öðrum fóstrar barn.“ Þorleikur tók þessu vel og fór Bolli sonur Þorleiks í fóstur að Hjarðarholti þriggja vetra gamall. Þorgerður tók vel við honum og unnu þau Ólafur honum ekki minna en sínum börnum. Ólafur og Þorgerður eignuðust dóttur sem var nefnd Þuríður. Síðan eignuðust þau son sem var gefið nafnið Kjartan eftir Mýrkjartani, langafa sínum. Þegar Kjartan óx upp þótti hann allra manna fríðastur. Hann var laglegur, manna best eygður og ljós yfirlitum. Mikið hár hafði hann og fagurt sem silki, stór maður og sterkur, eins og Egill móðurfaðir hans hafði verið. Hann var góður vígamaður, vel hagur og syndur manna best og vel fær í öllum íþróttum. Bolli Þorleiksson var líka efnilegur maður og gekk næst Kjartani í öllum íþróttum, fríður og mikill skartsmaður. Þeir Kjartan og Bolli voru jafngamlir og urðu miklir vinir. tólf aurar eru u.þ.b. 324 grömm, einn eyrir var um 27 grömm

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=