Laxdæla saga

18 þekkja þá og vita frá hverjum Ólafur kæmi. Eftir það fór Ólafur til skips og sigla þeir í haf til Noregs. Þegar Höskuldur kom heim af þingi frétti hann allt sem hafði gerst. Honum líkaði illa að Melkorka og Ólafur stæðu í þess konar stórræðum, án þess að hann væri hafður með í ráðum. Þó ákvað hann að láta kyrrt liggja. Rifjið upp: 1. Ólafur Höskuldsson var sendur í fóstur. Hvert fór hann og hvað hét fóstri hans? 2. Höskuldur vildi ekki styrkja Ólaf til utanferðar. Hvernig leysti hann það mál? 3. Ólafur fór utan. Hvert fór hann og hvert var markmið ferðarinnar? 4. Hverjir voru gripirnir þrír sem Melkorka átti og lét Ólaf fá? Til umræðu: • Þorbjörn skrjúpur fellst á að kosta Ólaf til utanferðar ef hann fái að giftast móður hans. Hvað finnst ykkur um slík viðskipti? • Melkorka kemst að þeirri niðurstöðu að ef áætlanir hennar og Ólafs gangi upp þá mundi Höskuldur frétta tvennt samtímis sem honum líkaði illa. Af hverju ætti Höskuldi að líka illa að Melkorka giftist? Finnst ykkur þetta sanngjarnt? Er henni kannski vorkunn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=