Laxdæla saga

16 4. Ólafur pái Sjö vetra gamall fór Ólafur Höskuldsson í fóstur til auðugs bónda sem var kallaður Þórður goddi og bjó á Goddastöðum. Þegar Ólafur óx upp varð hann mikill skartmaður í klæðaburði og var kallaður Ólafur pái. Stundum var Ólafur líka hjá móður sinni á Melkorkustöðum og kenndi hún honum írsku. Þegar Ólafur var sautján ára kom Melkorka að máli við hann og stakk upp á að hann færi utan að vitja frænda sinna á Írlandi. Ólafur sagðist hafa nefnt þetta við föður sinn en hann hefði tekið illa í að láta sig hafa fé til ferðarinnar. En Þórður fóstri hans ætti sínar eignir í löndum og kvikfé en ekki í vaðmáli eða öðru sem hægt var að hafa með sér til útlanda og selja þar. Melkorka sagðist ekki kunna við að Ólafur væri lengur kallaður ambáttarsonur og nú greip hún til sinna ráða. Maður sem var kallaður Þorbjörn skrjúpur hafði lengi haft umsjón með búi Melkorku. Hann hafði viljað giftast henni skömmu eftir að hún fluttist að Melkorkustöðum en hún tekið því fjarri. Nú ákvað hún að giftast Þorbirni og fá hann til að kosta ferð Ólafs. Hún vildi að brúðkaupið færi fram og Ólafur sigldi utan meðan Höskuldur væri á Alþingi um sumarið, svo að hann vissi ekkert fyrr en eftir á. Þá mundi hann frétta tvennt samtímis sem honum líkaði illa, að hún væri gift og Ólafur sonur hans farinn úr landi, án þess að hann vissi. goddi er viðurnefni en ekki er ljóst hvað það merkir. Það hefur verið skýrt þannig að það merki litli goðinn pái er annað nafn fyrir páfugl sem er með mjög skrautlegt stél. Ólafur fær þetta viðurnefni vegna þess hve skrautlega hann er búinn skrjúpur merkir holóttur, gljúpur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=