Laxdæla saga

119 Þá mælti Guðrún: „Þeim var ég verst er ég unni mest.“ Guðrún varð gömul kona og er það sögn manna að hún yrði blind. Guðrún andaðist á Helgafelli og þar hvílir hún. Rifjið upp: 1. Bolli Bollason kom heim úr siglingu sinni og gerðist bóndi. Hvar bjó hann? 2. Bolli kom til móður sinnar, þar sem hún bjó á Helgafelli, og spurði hana meðal annars hvaða manni hún hefði unnað mest. Hverju svaraði hún? Til umræðu: • Hvað á Guðrún við þegar hún segir: „Þeim var ég verst er ég unni mest“?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=